Opna pílu- og veitingastað á gamla Stjörnutorgi Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2024 07:25 Alls verða fimmtán pílubásar á staðnum, skuffleborð og tvö karíkóherbergi. Aðsend Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche kemur til með að taka yfir pláss hins gamla Stjörnutorgs Kringlunnar frá og með sumarbyrjun. Þetta kemur fram fram í tilkynningu þar sem segir að Ísland verði þar með níunda landið þar sem Oche opnar stað sem þessum. Boðið verður upp á veitingar, hátækni pílu, shuffleborð, auk þess að hægt er að taka karókíherbergi á leigu. Mikael Harðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík. Mikael Harðarson er framkvæmdastjóri og einn eigenda Oche Reykjavík og er haft eftir honum að hann segist spenntur fyrir því að sjá verkefnið loks verða að veruleika. „Við vinnum nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar. Framkvæmdir ganga vel en það er í mörg horn að líta og til þess að setja hluti í samhengi þá verða yfir 100 myndavélar inni á staðnum til þess að festa á filmu og skilja betur hvert verið er að kasta pílunum og eins til að fylgjast með því sem er að gerast á shuffleborðunum. Þetta verður háþróaðasti pílustaður landsins og ýmsar nýjungar í boði sem við höfum ekki séð hér á landi áður,“ segir Mikael. Á staðnum verða fimmtán pílubásar, eitt VIP herbergi, fimm shuffleborð, tvö karókíherbergi og sæti fyrir 230 til þrjú hundruð gesti í mat og drykk. Haft er eftir Guðjóni Auðunssyni, forstjóra Reita, að mikil eftirvænting ríki innan félagsins og Kringlunnar fyrir því að fá Oche í húsið. „Opnun staðarins er stórt og mikilvægt skref í gagngerri endurnýjun á 3. hæð verslunarmiðstöðvarinnar og við fögnum því að taka þátt í verkefninu og hlökkum til samstarfsins við öfluga rekstraraðila Oche Reykjavík. Að okkar mati færir staðurinn þjónustu- og skemmtiframboð Kringlunnar á áður óþekktan og spennandi stað og það er að sjálfsögðu ekkert annað en jákvætt“. Aðsend Í tilkynningunni segir að matseðillinn á Oche verði þróaður af einum af eigendum staðarins, Ágústi Reynissyni, sem er einnig einn eigenda veitingastaðanna Fiskmarkaðsins og Grillmarkaðsins. „Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal annars tapasréttir og pizzur eitthvað sem gestir geta gætt sér á. Ásamt þeim Ágústi og Mikael eru aðrir eigendur staðarins þeir Davíð Lúther Sigurðarson og Kristján Sveinlaugsson. Oche í Kringlunni er tíundi Oche staðurinn sem opnar á heimsvísu og eru staðir keðjunnar til að mynda í Ástralíu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Noregi. Troy Warfield, forstjóri The Social Gaming Group, félagsins sem á einkaleyfið fyrir Oche vörumerkinu, er að vonum glaður með áformin,“ segir í tilkynningunni. Troy Warfield er forstjóri The Social Gaming Group sem rekur Oche-staðina.Aðsend Pílukast Reykjavík Kringlan Veitingastaðir Tengdar fréttir Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24 Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram fram í tilkynningu þar sem segir að Ísland verði þar með níunda landið þar sem Oche opnar stað sem þessum. Boðið verður upp á veitingar, hátækni pílu, shuffleborð, auk þess að hægt er að taka karókíherbergi á leigu. Mikael Harðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík. Mikael Harðarson er framkvæmdastjóri og einn eigenda Oche Reykjavík og er haft eftir honum að hann segist spenntur fyrir því að sjá verkefnið loks verða að veruleika. „Við vinnum nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar. Framkvæmdir ganga vel en það er í mörg horn að líta og til þess að setja hluti í samhengi þá verða yfir 100 myndavélar inni á staðnum til þess að festa á filmu og skilja betur hvert verið er að kasta pílunum og eins til að fylgjast með því sem er að gerast á shuffleborðunum. Þetta verður háþróaðasti pílustaður landsins og ýmsar nýjungar í boði sem við höfum ekki séð hér á landi áður,“ segir Mikael. Á staðnum verða fimmtán pílubásar, eitt VIP herbergi, fimm shuffleborð, tvö karókíherbergi og sæti fyrir 230 til þrjú hundruð gesti í mat og drykk. Haft er eftir Guðjóni Auðunssyni, forstjóra Reita, að mikil eftirvænting ríki innan félagsins og Kringlunnar fyrir því að fá Oche í húsið. „Opnun staðarins er stórt og mikilvægt skref í gagngerri endurnýjun á 3. hæð verslunarmiðstöðvarinnar og við fögnum því að taka þátt í verkefninu og hlökkum til samstarfsins við öfluga rekstraraðila Oche Reykjavík. Að okkar mati færir staðurinn þjónustu- og skemmtiframboð Kringlunnar á áður óþekktan og spennandi stað og það er að sjálfsögðu ekkert annað en jákvætt“. Aðsend Í tilkynningunni segir að matseðillinn á Oche verði þróaður af einum af eigendum staðarins, Ágústi Reynissyni, sem er einnig einn eigenda veitingastaðanna Fiskmarkaðsins og Grillmarkaðsins. „Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal annars tapasréttir og pizzur eitthvað sem gestir geta gætt sér á. Ásamt þeim Ágústi og Mikael eru aðrir eigendur staðarins þeir Davíð Lúther Sigurðarson og Kristján Sveinlaugsson. Oche í Kringlunni er tíundi Oche staðurinn sem opnar á heimsvísu og eru staðir keðjunnar til að mynda í Ástralíu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Noregi. Troy Warfield, forstjóri The Social Gaming Group, félagsins sem á einkaleyfið fyrir Oche vörumerkinu, er að vonum glaður með áformin,“ segir í tilkynningunni. Troy Warfield er forstjóri The Social Gaming Group sem rekur Oche-staðina.Aðsend
Pílukast Reykjavík Kringlan Veitingastaðir Tengdar fréttir Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24 Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24
Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15