Innherji

Bið á vaxta­lækkun meðan ó­vissa er um fjár­mögnun á kjara­pakka stjórn­valda

Hörður Ægisson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti margháttaðar aðgerðir stjórnvalda fyrir helgi sem voru sagðar „greiða fyrir“ gerð kjarasamninga. Aðalhagfræðingur Kviku segir kjarapakkann vera „óhjákvæmilega eftirspurnarhvetjandi“ en umfangið ekki þannig að það riðli verðstöðugleika.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti margháttaðar aðgerðir stjórnvalda fyrir helgi sem voru sagðar „greiða fyrir“ gerð kjarasamninga. Aðalhagfræðingur Kviku segir kjarapakkann vera „óhjákvæmilega eftirspurnarhvetjandi“ en umfangið ekki þannig að það riðli verðstöðugleika. Vísir/Vilhelm

Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi.


Tengdar fréttir

Út­koma kjara­samninga „lang­stærsti“ ó­vissu­þátturinn fyrir vaxta­lækkunar­ferlið

Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna.

Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi

Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×