Fær ekki íþróttaundanþágu og þarf að borga vask af minigolfinu Árni Sæberg skrifar 12. mars 2024 11:35 Sigmar Vilhjálmsson er meirihlutaeigandi og helsti fyrirsvarsmaður Minigarðsins. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Minigarðsins þurfa að greiða virðisaukaskatt af rukkuðum aðgangseyri að minigolfvelli staðarins. Þeir kærðu ákvörðun Ríkisskattstjóra þess efnis og töldu undanþágu vegna íþróttastarfsemi eiga við um minigolfið. Yfirskattanefnd hélt nú ekki. Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að í málinu hafi verið deilt um hvort sala kæranda á aðgangi að minigolfbrautum á staðnum væri undanþegin virðisaukaskatti sem íþróttastarfsemi í skilningi ákvæðis virðisaukaskattslaga. Öll nöfn hafa verið afmáð í birtum úrskurði en ljóst er að Minigarðurinn í Skútuvogi er eini minigolfstaður landsins sem gæti verið undir í málinu. Í ákvæðinu segir að eftirfarandi sé undanþegið virðisaukaskattskyldu: Íþróttastarfsemi. Aðgangseyrir að íþróttamótum, íþróttakappleikjum og íþróttasýningum. Jafnframt aðgangseyrir og aðrar þóknanir fyrir afnot af íþróttamannvirkjum til íþróttaiðkunar, svo sem íþróttasölum, íþróttavöllum, sundlaugum og skíðalyftum ásamt íþróttabúnaði mannvirkjanna. Enn fremur aðgangseyrir að líkamsræktarstöðvum. Íþróttahús eða leikjasalur? Í úrskurðinum segir að Ríkisskattstjóri hafi í ákvörðun sinni um að breyta skattmati Minigarðsins að tilgangur breytinga á virðisaukaskattslögum árið 2014 hafi verið að afmarka með skýrari hætti þá starfsemi sem undanþágunni væri ætlað að ná til. Markmið með breyttu orðalagi væri að greina skýrar á milli íþróttaaðstöðu í íþróttamannvirkjum, svo sem íþróttahúsum, annars vegar og afþreyingaraðstöðu í leikjasölum hins vegar. Í því fælist að aðgangur að afþreyingu í ýmiss konar leikjasölum yrði skattskyldur annars staðar en í hefðbundnum íþróttamannvirkjum. Aðgreining íþróttamannvirkja frá mannvirkjum til annarra nota væri með sama hætti og aðgreining við lögboðna skráningu og mat fasteigna og við ákvörðun fasteignaskatts. Starfsemi Minigarðsins, það er rekstur staðarins og tilheyrandi aðstöðu til að leika minigolf ásamt skemmtistaða- og veitingarekstri, yrði ekki felld undir íþróttastarfsemi í þessum skilningi, enda væri ekki um að ræða íþróttaaðstöðu í venjulegu íþróttamannvirki. Skemmtistarfsemi með minigolfi líka Þá hafi Ríkisskattstjóri fjallað um skráðan tilgang Minigarðsins og kynningarefni félagsins. Fram hafi komið að við mat á skattskyldu starfsemi skipti máli hvort um væri að ræða skipulagt íþróttastarf eða veitingastað í veitingarekstri sem einnig seldi aðgang að aðstöðu til iðkunar minigolfs í afþreyingarskyni. Litið væri til skráðs tilgangs Minigarðsins samkvæmt samþykktum félagsins og kynningarefnis á vef þar sem staðurinn væri kynntur sem fullkominn staður fyrir vinahópa, vinnuhópa, afmælishópa, steggjanir, gæsanir og hópefli. Af gögnum málsins, meðal annars teikningum af húsnæði Minigarðsins við Skútuvog, mætti ráða að minigolfaðstaða félagsins teldi alls 509 fermetra af 1850 fermetra heildarstærð eða sem næmi 27,5 prósent af húsnæðinu. Þá mætti ráða af teikningunni að á miðjum minigolfvellinum væri veislusalur og bar auk þess sem kynningarefni á vef félagsins gæfi til kynna að veitingar væru í boði á brautunum sjálfum þótt það væri ekki skilyrði að keyptar væru veitingar á brautum. Skráður tilgangur Minigarðsins, vefsíða félagsins ásamt öðru kynningarefni á starfseminni renndu þannig stoðum undir þá ályktun að starfsemi Minigarðsins væri skemmtistarfsemi, það er veitinga- og skemmtistaðarekstur þar sem jafnframt væri seldur aðgangur að minigolfi í afþreyingarskyni í leikjasal. Að því sögðu og með vísan til þessa heildarmats á starfsemi Minigarðsins, skráningu húsnæðisins, tilgangi félagsins og öðru kynningarefni væri ekki um að ræða sölu félagsins á aðgangseyri að útbúnaði íþróttamannvirkis og gæti því sala félagsins á aðgangi að minigolfvelli ekki talist falla undir undanþáguákvæði virðisaukaskattslaga. Fordæmi um að minigolf sé ekki íþróttastarfsemi Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að að framangreindu og því sem rakið var í málinu um starfsemi Minigarðsins og aðstöðu í húsnæði hans í Skútuvogi verði að taka undir með Ríkisskattstjóra að starfsemin beri þess rík merki að vera afþreyingaraðstaða tengd veitingarekstri í húsnæði sem ekki getur talist íþróttamannvirki. Þá væri til þess að líta að í úrskurðaframkvæmd hafi verið litið svo á að rekstur minigolfsalar geti ekki talist til íþróttastarfsemi í skilningi virðisaukaskattslaga. Því var kröfu Minigarðsins um ógildingu ákvörðunar Ríkisskattstjóra hafnað. Hins vegar var varakröfu Minigarðsins um að innskattur yrði hækkaður vísað til Ríkisskattstjóra til meðferðar. Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að í málinu hafi verið deilt um hvort sala kæranda á aðgangi að minigolfbrautum á staðnum væri undanþegin virðisaukaskatti sem íþróttastarfsemi í skilningi ákvæðis virðisaukaskattslaga. Öll nöfn hafa verið afmáð í birtum úrskurði en ljóst er að Minigarðurinn í Skútuvogi er eini minigolfstaður landsins sem gæti verið undir í málinu. Í ákvæðinu segir að eftirfarandi sé undanþegið virðisaukaskattskyldu: Íþróttastarfsemi. Aðgangseyrir að íþróttamótum, íþróttakappleikjum og íþróttasýningum. Jafnframt aðgangseyrir og aðrar þóknanir fyrir afnot af íþróttamannvirkjum til íþróttaiðkunar, svo sem íþróttasölum, íþróttavöllum, sundlaugum og skíðalyftum ásamt íþróttabúnaði mannvirkjanna. Enn fremur aðgangseyrir að líkamsræktarstöðvum. Íþróttahús eða leikjasalur? Í úrskurðinum segir að Ríkisskattstjóri hafi í ákvörðun sinni um að breyta skattmati Minigarðsins að tilgangur breytinga á virðisaukaskattslögum árið 2014 hafi verið að afmarka með skýrari hætti þá starfsemi sem undanþágunni væri ætlað að ná til. Markmið með breyttu orðalagi væri að greina skýrar á milli íþróttaaðstöðu í íþróttamannvirkjum, svo sem íþróttahúsum, annars vegar og afþreyingaraðstöðu í leikjasölum hins vegar. Í því fælist að aðgangur að afþreyingu í ýmiss konar leikjasölum yrði skattskyldur annars staðar en í hefðbundnum íþróttamannvirkjum. Aðgreining íþróttamannvirkja frá mannvirkjum til annarra nota væri með sama hætti og aðgreining við lögboðna skráningu og mat fasteigna og við ákvörðun fasteignaskatts. Starfsemi Minigarðsins, það er rekstur staðarins og tilheyrandi aðstöðu til að leika minigolf ásamt skemmtistaða- og veitingarekstri, yrði ekki felld undir íþróttastarfsemi í þessum skilningi, enda væri ekki um að ræða íþróttaaðstöðu í venjulegu íþróttamannvirki. Skemmtistarfsemi með minigolfi líka Þá hafi Ríkisskattstjóri fjallað um skráðan tilgang Minigarðsins og kynningarefni félagsins. Fram hafi komið að við mat á skattskyldu starfsemi skipti máli hvort um væri að ræða skipulagt íþróttastarf eða veitingastað í veitingarekstri sem einnig seldi aðgang að aðstöðu til iðkunar minigolfs í afþreyingarskyni. Litið væri til skráðs tilgangs Minigarðsins samkvæmt samþykktum félagsins og kynningarefnis á vef þar sem staðurinn væri kynntur sem fullkominn staður fyrir vinahópa, vinnuhópa, afmælishópa, steggjanir, gæsanir og hópefli. Af gögnum málsins, meðal annars teikningum af húsnæði Minigarðsins við Skútuvog, mætti ráða að minigolfaðstaða félagsins teldi alls 509 fermetra af 1850 fermetra heildarstærð eða sem næmi 27,5 prósent af húsnæðinu. Þá mætti ráða af teikningunni að á miðjum minigolfvellinum væri veislusalur og bar auk þess sem kynningarefni á vef félagsins gæfi til kynna að veitingar væru í boði á brautunum sjálfum þótt það væri ekki skilyrði að keyptar væru veitingar á brautum. Skráður tilgangur Minigarðsins, vefsíða félagsins ásamt öðru kynningarefni á starfseminni renndu þannig stoðum undir þá ályktun að starfsemi Minigarðsins væri skemmtistarfsemi, það er veitinga- og skemmtistaðarekstur þar sem jafnframt væri seldur aðgangur að minigolfi í afþreyingarskyni í leikjasal. Að því sögðu og með vísan til þessa heildarmats á starfsemi Minigarðsins, skráningu húsnæðisins, tilgangi félagsins og öðru kynningarefni væri ekki um að ræða sölu félagsins á aðgangseyri að útbúnaði íþróttamannvirkis og gæti því sala félagsins á aðgangi að minigolfvelli ekki talist falla undir undanþáguákvæði virðisaukaskattslaga. Fordæmi um að minigolf sé ekki íþróttastarfsemi Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að að framangreindu og því sem rakið var í málinu um starfsemi Minigarðsins og aðstöðu í húsnæði hans í Skútuvogi verði að taka undir með Ríkisskattstjóra að starfsemin beri þess rík merki að vera afþreyingaraðstaða tengd veitingarekstri í húsnæði sem ekki getur talist íþróttamannvirki. Þá væri til þess að líta að í úrskurðaframkvæmd hafi verið litið svo á að rekstur minigolfsalar geti ekki talist til íþróttastarfsemi í skilningi virðisaukaskattslaga. Því var kröfu Minigarðsins um ógildingu ákvörðunar Ríkisskattstjóra hafnað. Hins vegar var varakröfu Minigarðsins um að innskattur yrði hækkaður vísað til Ríkisskattstjóra til meðferðar.
Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira