Körfubolti

„Nú verð ég að passa mig að syngja ekki of mikið“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson er leikstjórnandi og leiðtogi Tindastólsliðsins.
Pétur Rúnar Birgisson er leikstjórnandi og leiðtogi Tindastólsliðsins. Vísir/Bára

Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, var með hljóðnemann á sér í síðasta leik Stólanna þar sem liðið vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum.

Subway Körfuboltakvöld hefur fengið leikmenn til að bera upptökuvesti í vetur þar sem hægt er að heyra hvað þeir eru að segja, fyrir og eftir leik en auðvitað fyrst og fremst í leiknum sjálfum.

„Við settum Pétur Rúnar Birgisson í vestið okkar fræga með míkrófóninum og fylgdumst aðeins með honum í þessum leik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds í síðasta þætti.

Pétur Rúnar byrjaði strax i upphitun á því að stríða styrktarþjálfara Tindastólsliðsins, Ísaki Óla Traustasyni, sem var ekki mættur í upphitun.

„Nú verð ég að passa mig að syngja ekki of mikið,“ sagði Pétur Rúnar meðal annars.

Það má heyra Pétur stýra Tindastólsliðinu í myndbandinu hér fyrir neðan sem og að hvetja og hrósa liðsfélögum sínum við hvert tækifæri eins og sannur fyrirliði.

Það vakti líka athygli ræða frá Keyshawn Woods í hálfleik sem náðist vel þökk sé vestinu hans Péturs.

Pétur og félagar í Tindastólsliðinu töluðu líka um nýju gömlu regluna um að sá sem skorar hundraðasta stigið þarf að bjóða öllum liðsfélögunum upp á drykk.

„Þessi regla með hundraðasta stigið. Hún er góð. Kannist þið við hana,“ spurði Stefán Árni sérfræðinga sína.

„Gömul og algild regla. Sá sem skorar hundraðasta stigið. Það fylgir því ákveðnar skyldur,“ sagði Helgi Már Magnússon.

„Svo talaði Helgi um það að stundum klikkuðu menn viljandi á sniðskoti eða vítaskoti,“ sagði Teitur.

Hér fyrir neðan má horfa og heyra hvað Pétur Rúnar sagði í leiknum sem og hvað sérfræðingarnir sögðu eftir að þeir horfðu á myndbandið með honum.

Klippa: Pétur Rúnar með míkrafóninn á móti Haukum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×