Handbolti

Elísa öflug og ÍBV endar í fjórða

Sindri Sverrisson skrifar
Elísa Elíasdóttir skoraði átta mörk í kvöld.
Elísa Elíasdóttir skoraði átta mörk í kvöld. vísir/Diego

Eyjakonur sóttu afar öruggan sigur til Akureyrar í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 18-27.

Gestirnir í ÍBV stungu af þegar leið á fyrri hálfleik, og breyttu stöðunni úr 8-10 í 8-14, en staðan í hálfleik var 9-15 ÍBV í vil.

Landsliðskonan Elísa Elíasdóttir var áberandi í leiknum og skoraði átta mörk en Sunna Jónsdóttir var næstmarkahæst hjá ÍBV með fjögur mörk.

Hjá KA/Þór var Isabella Fraga markahæst með sex mörk en Martha Hermannsdóttir og Aþena Sif Einvarðsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor.

Úrslitin þýða að fall blasir áfram við KA/Þór sem er aðeins með fimm stig eftir nítján leiki, í neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Aftureldingu. ÍBV er hins vegar með tuttugu stig eftir átján leiki og nú er öruggt að liðið endar deildakeppnina í fjórða sæti, þó að það eigi þrjá leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×