Kjartan Atli: Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka úr þessum leik Árni Jóhannsson skrifar 7. mars 2024 21:23 Kjartan Atli Kjartansson gat ekki verið sáttur með sitt lið í kvöld. vísir / hulda margrét Leikur Álftaness og Vals á Hlíðarenda var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik og var staðan 46-42 fyrir heimamönnum en það skildi heldur betur á milli liðanna í þeim seinni. Lokatölur urðu 89-71 fyrir Val og það var augljóst að Kjartan Atli þjálfari Álftaness var hundfúll með kvöldið. Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30