Körfubolti

Mata­so­vic gæti verið frá út leik­tíðina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mario Matasovic í leik með Njarðvík.
Mario Matasovic í leik með Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét

Mario Matasovic, leikmaður Njarðvíkur í Subway-deild karla í körfubolta, gæti verið frá út leiktíðina. Um er að ræða mikið högg fyrir Njarðvík sem er í harðri baráttu um annað sæti.

Það er mbl.is sem greinir frá en þar segir að Matasovic sé óbrotinn en illa tognaður á ökkla. Hann meiddist á ökkla nýverið en þá var alls óvíst hversu lengi hann yrði frá. Um slíka tognun sé að ræða að litlar sem engar líkur eru á að hann snúi aftur á völlinn áður en tímabilinu lýkur.

Hinn króatíski Matasovic gekk í raðir Njarðvíkur 2018 og hefur ávallt verið í stóru hlutverki. Hann hefur komið við sögu í öllum 17 leikjum tímabilsins til þessa og skorað 14 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 7,4 fráköst.

Njarðvík er sem stendur í 4. sæti Subway-deildar karla með 12 sigra í 17 leikjum. Þar á eftir koma Þór Þorlákshöfn með 12 sigra í 18 leikjum og Álftanes með 10 sigra í 18 leikjum. Keflavík er sæti ofar með jafn marga sigra í jafn mörgum leikjum. Grindavík er í 2. sæti með jafn marga sigra í 18 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×