Léku bakarí grátt og Musk lofar bót og betrun Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 08:49 Elon Musk segir að fólk eigi að geta treyst því að Tesla bregðist rétt við í málum sem þessum. EPA Auðjöfurinn Elon Musk hefur lofað að ná sáttum við bakarí í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, eftir að fyrirtæki hans hætti við umfangsmikla pöntun á síðustu stundu. „Var að heyra af þessu. Ég mun leysa úr þessum hnút við bakaríið,“ skrifaði Musk á X, hans eigin samfélagsmiðil, í kjölfar umfjöllunar um málið. Bílaframleiðandinn Tesla, sem er í eigu Musk, hafði pantað fjögur þúsund bökur frá fyrirtækinu Giving Pies, sem hefur aðsetur í borginni San Jose í Kaliforníu. Voahangy Rasetarinera, eigandi bakarísins, hefur útskýrt að hún stundi gjarnan viðskipti við stór tæknifyrirtæki, sem eru ansi áberandi í viðskiptalífinu í Kaliforníu. Það gangi vel fyrir sig, nema að Tesla hafi áður reynst erfiður viðskiptavinur. Hún hafi þurft að ganga á eftir fyrirtækinu til að fá greiðslu fyrir pantanir. Rasetarinera greindi frá því að Tesla hefði pantað tvö þúsund bökur á síðustu stundu, síðastliðinn Valentínusardag, þann fjórtánda febrúar. Fyrir það hefði bakaríið átt að fá sex þúsund dollara borgaða, sem jafngildir rúmlega 800 þúsund krónum. Daginn eftir hafi talsmaður fyrirtækisins hringt í hana og boðist afsökunar á því hversu seint pöntunin væri að berast. Þrátt fyrir það stækkaði hún pöntunina og bað um fjögur þúsund bökur og fullvissað Rasetarineru um að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af peningunum. Í kjölfarið hafi hún og starfsfólk bakarísins unnið fram eftir til að ganga frá pöntuninni, sem þótti ansi umfangsmikil. Eftir það hafi Tesla ekki svarað neinum skilaboðum, og daginn eftir hafi sami talsmaður greint frá því að ekki væri þörf á bökunum. „Þetta er lítið fyrirtæki. Ég bý ekki við lúxus eins og óendanlegan auð. Þannig ég verð að fá borgað svo ég geti tryggt öryggi starfsmanna minna,“ er haft eftir Rasetarinera. Fram hefur komið að Tesla hafi ekki boðist til að greiða fyrir pöntunina. Hins vegar hafi Rasetarineru verið boðið í skoðunarferð um verksmiðju Teslu. Líkt og áður segir hefur Elon Musk fengið veður af málinu og lofar bót og betrun. „Fólk á alltaf að geta reitt sig á að Tesla geri sitt besta,“ segir hann og segist ætla að leysa málið. Tesla Bandaríkin Bakarí Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Var að heyra af þessu. Ég mun leysa úr þessum hnút við bakaríið,“ skrifaði Musk á X, hans eigin samfélagsmiðil, í kjölfar umfjöllunar um málið. Bílaframleiðandinn Tesla, sem er í eigu Musk, hafði pantað fjögur þúsund bökur frá fyrirtækinu Giving Pies, sem hefur aðsetur í borginni San Jose í Kaliforníu. Voahangy Rasetarinera, eigandi bakarísins, hefur útskýrt að hún stundi gjarnan viðskipti við stór tæknifyrirtæki, sem eru ansi áberandi í viðskiptalífinu í Kaliforníu. Það gangi vel fyrir sig, nema að Tesla hafi áður reynst erfiður viðskiptavinur. Hún hafi þurft að ganga á eftir fyrirtækinu til að fá greiðslu fyrir pantanir. Rasetarinera greindi frá því að Tesla hefði pantað tvö þúsund bökur á síðustu stundu, síðastliðinn Valentínusardag, þann fjórtánda febrúar. Fyrir það hefði bakaríið átt að fá sex þúsund dollara borgaða, sem jafngildir rúmlega 800 þúsund krónum. Daginn eftir hafi talsmaður fyrirtækisins hringt í hana og boðist afsökunar á því hversu seint pöntunin væri að berast. Þrátt fyrir það stækkaði hún pöntunina og bað um fjögur þúsund bökur og fullvissað Rasetarineru um að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af peningunum. Í kjölfarið hafi hún og starfsfólk bakarísins unnið fram eftir til að ganga frá pöntuninni, sem þótti ansi umfangsmikil. Eftir það hafi Tesla ekki svarað neinum skilaboðum, og daginn eftir hafi sami talsmaður greint frá því að ekki væri þörf á bökunum. „Þetta er lítið fyrirtæki. Ég bý ekki við lúxus eins og óendanlegan auð. Þannig ég verð að fá borgað svo ég geti tryggt öryggi starfsmanna minna,“ er haft eftir Rasetarinera. Fram hefur komið að Tesla hafi ekki boðist til að greiða fyrir pöntunina. Hins vegar hafi Rasetarineru verið boðið í skoðunarferð um verksmiðju Teslu. Líkt og áður segir hefur Elon Musk fengið veður af málinu og lofar bót og betrun. „Fólk á alltaf að geta reitt sig á að Tesla geri sitt besta,“ segir hann og segist ætla að leysa málið.
Tesla Bandaríkin Bakarí Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent