Hagnaður Símans dróst saman um tæpan þriðjung milli ára Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 22:38 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Rekstarhagnaður Símans var 2.079 milljónir króna árið 2023 samanborið við 2.945 milljónir króna árið 2022. Þetta segir í ársreikningi samsteypu Símans fyrir árið 2023. Þar segir að heildartekjur félagsins árið 2023 hafi numið 25.741 milljónum króna samanborið við 24.572 milljónir árið 2022. Líkt og undanfarin ár hafi verið góður vöxtur í farsíma- og sjónvarpsþjónustu og einnig hóflegur vöxtur í gagnaflutningi. Tekjur af talsímaþjónustu hafi dregist verulega saman enda sé hluti þeirra þjónustu í útfösun. Vörusala hafi dregist lítillega saman á milli ára en viðskiptavinum fjölgað á árinu. Verðbólga sé mikil, sem hafi talsverð áhrif á kostnað. Launakostnaður hafi hækkað auk þess sem kostnaðarauki frá lykilinnviðabirgjum hafi talsverð áhrif á kostnaðarverð seldrar þjónustu. Afskriftir hafi hækkað vegna fjárfestinga í sýningarréttum, meðal annars í endurnýjun á sýningarrétti á ensku úrvalsdeildinni og nýjum samningi við HBO. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi breyst talsvert á milli ára, sem skýrist mikið til af 200 milljóna króna endurgreiðslu stjórnvaldssektar árið 2022. Aðrir kostnaðarliðir hafi breyst óverulega á milli ára. Árið hafi gengið vel Í tilkynningu Símans um afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023 til Kauphallar er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra að árið 2023 hafi gengið vel, fyrsta heila árið eftir söluna á Mílu. „Sú umbreyting á samstæðu Símans yfir í eignalétt þjónustufyrirtæki eru mestu umskipti sem orðið hafa í 118 ára sögu félagsins. Tekjuvöxtur var aðallega á seinni hluta ársins, sérstaklega í farsíma og sjónvarpi, ásamt því að tekjur í interneti sýndu hóflegan vöxt. Eitt af meginverkefnum ársins í ár verður að styrkja þennan stærsta tekjulið félagsins.“ Þar segir að helstu niðurstöður úr rekstri á síðasta ársfjórðungi 2023 hafi verið eftirfarandi: Tekjur á fjórða ársfjórðungi (4F) 2023 námu 6.659 m.kr. samanborið við 6.233 m.kr. á sama tímabili 2022 og jukust um 6,8%. Tekjur í kjarnaþjónustu Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu aukast um tæplega 7% á fjórðungnum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.614 m.kr. á 4F 2023 og minnkar því um 19 m.kr. eða 1,2%. EBITDA hlutfallið er 24,2% á 4F 2023 en var 26,2% á sama tímabili 2022. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 634 m.kr. á 4F 2023 samanborið við 703 m.kr. á sama tímabili 2022. Án niðurfellingar stjórnvaldssektar að fjárhæð 200 m.kr. var EBITDA á 4F 2022 1.433 m.kr. (23,0%) og EBIT 503 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld námu 120 m.kr. á 4F 2023 en námu 389 m.kr. á sama tímabili 2022, en á 4F 2022 var færð neikvæð gangvirðisbreyting skuldabréfs vegna sölu Mílu sem nam 382 m.kr. Fjármagnsgjöld námu 287 m.kr., fjármunatekjur voru 195 m.kr. og gengistap nam 28 m.kr. Hagnaður á 4F 2023 nam 414 m.kr. samanborið við 381 m.kr. hagnað af áframhaldandi starfsemi á sama tímabili 2022. Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 10,5 ma.kr. í árslok 2023, en voru 8,9 ma.kr. í árslok 2022. Handbært fé í árslok 2023 nam 1,8 ma.kr., en var 3,7 ma.kr. í árslok 2022. Staða útlána hjá Símanum Pay var 2,9 ma.kr. í árslok 2023, en var 1,7 ma.kr. í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall Símans var 52,1% í árslok 2023 og eigið fé 17,6 ma.kr. Síminn Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þetta segir í ársreikningi samsteypu Símans fyrir árið 2023. Þar segir að heildartekjur félagsins árið 2023 hafi numið 25.741 milljónum króna samanborið við 24.572 milljónir árið 2022. Líkt og undanfarin ár hafi verið góður vöxtur í farsíma- og sjónvarpsþjónustu og einnig hóflegur vöxtur í gagnaflutningi. Tekjur af talsímaþjónustu hafi dregist verulega saman enda sé hluti þeirra þjónustu í útfösun. Vörusala hafi dregist lítillega saman á milli ára en viðskiptavinum fjölgað á árinu. Verðbólga sé mikil, sem hafi talsverð áhrif á kostnað. Launakostnaður hafi hækkað auk þess sem kostnaðarauki frá lykilinnviðabirgjum hafi talsverð áhrif á kostnaðarverð seldrar þjónustu. Afskriftir hafi hækkað vegna fjárfestinga í sýningarréttum, meðal annars í endurnýjun á sýningarrétti á ensku úrvalsdeildinni og nýjum samningi við HBO. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi breyst talsvert á milli ára, sem skýrist mikið til af 200 milljóna króna endurgreiðslu stjórnvaldssektar árið 2022. Aðrir kostnaðarliðir hafi breyst óverulega á milli ára. Árið hafi gengið vel Í tilkynningu Símans um afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023 til Kauphallar er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra að árið 2023 hafi gengið vel, fyrsta heila árið eftir söluna á Mílu. „Sú umbreyting á samstæðu Símans yfir í eignalétt þjónustufyrirtæki eru mestu umskipti sem orðið hafa í 118 ára sögu félagsins. Tekjuvöxtur var aðallega á seinni hluta ársins, sérstaklega í farsíma og sjónvarpi, ásamt því að tekjur í interneti sýndu hóflegan vöxt. Eitt af meginverkefnum ársins í ár verður að styrkja þennan stærsta tekjulið félagsins.“ Þar segir að helstu niðurstöður úr rekstri á síðasta ársfjórðungi 2023 hafi verið eftirfarandi: Tekjur á fjórða ársfjórðungi (4F) 2023 námu 6.659 m.kr. samanborið við 6.233 m.kr. á sama tímabili 2022 og jukust um 6,8%. Tekjur í kjarnaþjónustu Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu aukast um tæplega 7% á fjórðungnum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.614 m.kr. á 4F 2023 og minnkar því um 19 m.kr. eða 1,2%. EBITDA hlutfallið er 24,2% á 4F 2023 en var 26,2% á sama tímabili 2022. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 634 m.kr. á 4F 2023 samanborið við 703 m.kr. á sama tímabili 2022. Án niðurfellingar stjórnvaldssektar að fjárhæð 200 m.kr. var EBITDA á 4F 2022 1.433 m.kr. (23,0%) og EBIT 503 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld námu 120 m.kr. á 4F 2023 en námu 389 m.kr. á sama tímabili 2022, en á 4F 2022 var færð neikvæð gangvirðisbreyting skuldabréfs vegna sölu Mílu sem nam 382 m.kr. Fjármagnsgjöld námu 287 m.kr., fjármunatekjur voru 195 m.kr. og gengistap nam 28 m.kr. Hagnaður á 4F 2023 nam 414 m.kr. samanborið við 381 m.kr. hagnað af áframhaldandi starfsemi á sama tímabili 2022. Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 10,5 ma.kr. í árslok 2023, en voru 8,9 ma.kr. í árslok 2022. Handbært fé í árslok 2023 nam 1,8 ma.kr., en var 3,7 ma.kr. í árslok 2022. Staða útlána hjá Símanum Pay var 2,9 ma.kr. í árslok 2023, en var 1,7 ma.kr. í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall Símans var 52,1% í árslok 2023 og eigið fé 17,6 ma.kr.
Síminn Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira