Innherji

Stærstu hlut­hafar sagðir ætla að taka þátt í út­boði Play og verja sinn hlut

Hörður Ægisson skrifar
Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafinn, en flugfélagið biðlar nú til stærstu fjárfestanna í eigendahópnum um að leggja því til að lágmarki helming þeirra fjármuna sem til stendur að sækja í gegnum hlutafjárútboð.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafinn, en flugfélagið biðlar nú til stærstu fjárfestanna í eigendahópnum um að leggja því til að lágmarki helming þeirra fjármuna sem til stendur að sækja í gegnum hlutafjárútboð.

Allt útlit er fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play muni leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hafa klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða, og væntingar eru um að hægt verði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum.


Tengdar fréttir

Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn

Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir.

Þróunin í ferða­þjónustu á næstunni er „einn helsti á­hættu­þátturinn“

Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×