Bónuskerfi Skattsins afnumið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 19:05 Húsakynni Skattsins í Borgartúni. Vísir Ákveðið hefur verið að afnema svokallað viðbótarlaunakerfi starfsmanna Skattsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Áður hefur Snorri Olsen, ríkisskattstjóri sagt í samtali við fréttastofu að ekki séu tengsl á milli bónusanna og þess hverju starfsmenn skili í kassann. Undanfarin fjögur ár hafa verið greiddar út 260 milljónir króna í bónusa til starfsfólks. Áréttað er í tilkynningu Skattsins að handbók BHM og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi verið fylgt við greiðslu viðbótarlauna. Hún hafi byggst á heildstæðu mati tiltekinna þátta sem tilgreindir séu í stofnanasamningum. Þá hafi aðildarfélög í BHM staðfest að framkvæmd Skattsins um gerð stofnanasamninga sé í fulu samræmi við ákvæði kjarasamninga og reglur og leiðbeiningar sem samningsaðilar hafi gefið út. Ekki hafi verið séð að vankantar hafi verið á framkvæmd Skattsins á viðbótarlaunakerfi stofnunarinnar. „Þrátt fyrir þær staðreyndir sem að framan eru raktar þá hefur á opinberum vettvangi verið uppi töluverð gagnrýni á að viðbótarlaun séu hluti af launakerfi Skattsins. Hefur sú gagnrýni og umfjöllun um eðli og framkvæmd viðbótarlaunakerfis hjá stofnuninni meðal annars miðað að því að draga úr trúverðugleika skattyfirvalda og varpa rýrð á störf þeirra,“ segir í tilkynningunni. „Nú er svo komið að þó að Skatturinn og aðildarfélög í BHM telji umrætt viðbótarlaunakerfi vera nútímalegt og gott kerfi sem hafi reynst öllum samningsaðilum vel, þá verður ekki við það unað í ljósi þeirrar stefnu sem umræðan um það hefur tekið. Því hefur Skatturinn ákveðið að leggja af viðbótarlaunakerfið og samið við aðildarfélög BHM um slíka breytingu sem tekur gildi frá og með síðustu áramótum.“ Skattar og tollar Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Áður hefur Snorri Olsen, ríkisskattstjóri sagt í samtali við fréttastofu að ekki séu tengsl á milli bónusanna og þess hverju starfsmenn skili í kassann. Undanfarin fjögur ár hafa verið greiddar út 260 milljónir króna í bónusa til starfsfólks. Áréttað er í tilkynningu Skattsins að handbók BHM og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi verið fylgt við greiðslu viðbótarlauna. Hún hafi byggst á heildstæðu mati tiltekinna þátta sem tilgreindir séu í stofnanasamningum. Þá hafi aðildarfélög í BHM staðfest að framkvæmd Skattsins um gerð stofnanasamninga sé í fulu samræmi við ákvæði kjarasamninga og reglur og leiðbeiningar sem samningsaðilar hafi gefið út. Ekki hafi verið séð að vankantar hafi verið á framkvæmd Skattsins á viðbótarlaunakerfi stofnunarinnar. „Þrátt fyrir þær staðreyndir sem að framan eru raktar þá hefur á opinberum vettvangi verið uppi töluverð gagnrýni á að viðbótarlaun séu hluti af launakerfi Skattsins. Hefur sú gagnrýni og umfjöllun um eðli og framkvæmd viðbótarlaunakerfis hjá stofnuninni meðal annars miðað að því að draga úr trúverðugleika skattyfirvalda og varpa rýrð á störf þeirra,“ segir í tilkynningunni. „Nú er svo komið að þó að Skatturinn og aðildarfélög í BHM telji umrætt viðbótarlaunakerfi vera nútímalegt og gott kerfi sem hafi reynst öllum samningsaðilum vel, þá verður ekki við það unað í ljósi þeirrar stefnu sem umræðan um það hefur tekið. Því hefur Skatturinn ákveðið að leggja af viðbótarlaunakerfið og samið við aðildarfélög BHM um slíka breytingu sem tekur gildi frá og með síðustu áramótum.“
Skattar og tollar Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira