Hörn, Jóhanna Vigdís og Vala til Defend Iceland Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2024 10:12 Hörn Valdimarsdóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Vala Smáradóttir. Aðsend Hörn Valdimarsdóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Vala Smáradóttir hafa gengið til liðs við Defend Iceland og mynda nú ásamt stofnandanum Theódór Ragnari Gíslasyni, stofnteymi Defend Iceland. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið Verjum Ísland, eða Defend Iceland, sé svokölluð villuveiðigátt þar sem öryggissérfræðingar úr mörgum áttum og með ólíkan bakgrunn leiði saman krafta sína í því skyni að koma í veg fyrir alvarleg innbrot í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi fyrirtækja og stofnana. „Villuveiðigáttir (e. bug bounty platforms) eru þekkt leið til að virkja öryggissérfræðinga sem herma aðferðir hakkara við leit að öryggisveikleikum. Markmið Defend Iceland er að finna öryggisveikleika á undan tölvuglæpamönnum og sjá til þess að þeir verði lagfærðir áður en hægt er að valda alvarlegum skaða. Öryggissérfræðingarnir fá greitt fyrir að finna veikleika og er villuveiðigátt Defend Iceland sniðin að þörfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, innleiðing hennar er einföld og fljótleg og kostnaði haldið í lágmarki. Hörn Valdimarsdóttir er rekstrarstjóri og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún hefur starfað við mannauðsmál frá árinu 2019 og vann hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo Software áður en hún hóf störf sem mannauðsstjóri Syndis árið 2022. Hörn er með BSc gráðu í sálfræði og MSc gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri nýsköpunar, sölu og markaðsmála og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún kemur til Defend Iceland frá Almannarómi – miðstöð máltækni, þar sem hún var framkvæmdastjóri. Áður starfaði hún meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Straumi fjárfestingarbanka. Jóhanna Vigdís er með MBA gráðu frá HR og AMP gráðu frá IESE Business School. Vala Smáradóttir er framkvæmdastjóri vöru- og verkefnastýringar og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún hefur síðustu ár unnið að verkefnum í stafrænum umbreytingum og nýsköpun á sviði sjálfbærni og vöru- og hugbúnaðarþróunar. Hún er með bakgrunn í verkefnastjórnun, hagnýtum markaðsfræðum og miðlun. Vala er með BA gráðu í ensku og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun auk viðbótardiplóma í kennslufræðum,“ segir í tilkynningunni. Theódór Ragnar Gíslason er stofnandi Defend Iceland.aðsend Um Defend Iceland Fram kemur að Defend Iceland sé stofnað af Theódór Ragnar Gíslason, sem hafi umfangsmikla reynslu í tæknilegu netöryggi, með yfir 25 ára starfsreynslu auk þess að vera forfallinn frumkvöðull. „Hann er einn stofnenda Syndis og starfar þar í dag sem tæknistjóri auk þess sem hann var var einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Adversary sem var selt árið 2020 til ástralska öryggisfyrirtækisins Secure Code Warrior. Defend Iceland var stofnað í fyrra og eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík meðal samstarfsaðila verkefnisins. Þá hefur það hlotið 2,6 milljóna evra styrk frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en það jafngildir um 400 milljónum króna,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Netöryggi Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að verkefnið Verjum Ísland, eða Defend Iceland, sé svokölluð villuveiðigátt þar sem öryggissérfræðingar úr mörgum áttum og með ólíkan bakgrunn leiði saman krafta sína í því skyni að koma í veg fyrir alvarleg innbrot í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi fyrirtækja og stofnana. „Villuveiðigáttir (e. bug bounty platforms) eru þekkt leið til að virkja öryggissérfræðinga sem herma aðferðir hakkara við leit að öryggisveikleikum. Markmið Defend Iceland er að finna öryggisveikleika á undan tölvuglæpamönnum og sjá til þess að þeir verði lagfærðir áður en hægt er að valda alvarlegum skaða. Öryggissérfræðingarnir fá greitt fyrir að finna veikleika og er villuveiðigátt Defend Iceland sniðin að þörfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, innleiðing hennar er einföld og fljótleg og kostnaði haldið í lágmarki. Hörn Valdimarsdóttir er rekstrarstjóri og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún hefur starfað við mannauðsmál frá árinu 2019 og vann hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo Software áður en hún hóf störf sem mannauðsstjóri Syndis árið 2022. Hörn er með BSc gráðu í sálfræði og MSc gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri nýsköpunar, sölu og markaðsmála og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún kemur til Defend Iceland frá Almannarómi – miðstöð máltækni, þar sem hún var framkvæmdastjóri. Áður starfaði hún meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Straumi fjárfestingarbanka. Jóhanna Vigdís er með MBA gráðu frá HR og AMP gráðu frá IESE Business School. Vala Smáradóttir er framkvæmdastjóri vöru- og verkefnastýringar og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún hefur síðustu ár unnið að verkefnum í stafrænum umbreytingum og nýsköpun á sviði sjálfbærni og vöru- og hugbúnaðarþróunar. Hún er með bakgrunn í verkefnastjórnun, hagnýtum markaðsfræðum og miðlun. Vala er með BA gráðu í ensku og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun auk viðbótardiplóma í kennslufræðum,“ segir í tilkynningunni. Theódór Ragnar Gíslason er stofnandi Defend Iceland.aðsend Um Defend Iceland Fram kemur að Defend Iceland sé stofnað af Theódór Ragnar Gíslason, sem hafi umfangsmikla reynslu í tæknilegu netöryggi, með yfir 25 ára starfsreynslu auk þess að vera forfallinn frumkvöðull. „Hann er einn stofnenda Syndis og starfar þar í dag sem tæknistjóri auk þess sem hann var var einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Adversary sem var selt árið 2020 til ástralska öryggisfyrirtækisins Secure Code Warrior. Defend Iceland var stofnað í fyrra og eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík meðal samstarfsaðila verkefnisins. Þá hefur það hlotið 2,6 milljóna evra styrk frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en það jafngildir um 400 milljónum króna,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Netöryggi Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira