Innherji

Krefjandi markaðs­að­stæður setji á­fram mark sitt á af­komu Marels

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Árni Sigurðsson tók við sem forstjóri Marels í desember.
Árni Sigurðsson tók við sem forstjóri Marels í desember. Marel

Horfur eru á að krefjandi markaðsaðstæður muni áfram setja mark sitt á afkomu Marel. Greinendur búast almennt við því að afkoma fyrirtækisins muni dragast saman á milli ára á fjórða ársfjórðungi og að framlegðarhlutfall verði rétt undir tíu prósentum. Marel  mun birta uppgjör eftir lokun markaða á morgun.


Tengdar fréttir

„Enginn bar­lóm­ur“ en án Mar­els tefst upp­færsl­a hjá MSCI

Fari svo að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies (JBT) kaupi Marel mun það tefja ferlið við að komast upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu MSCI. „Það er enginn barlómur í okkur. Við erum áfram í dauðafæri en þetta tefur að líkindum verkefnið eilítið,“ segir forstjóri Kauphallarinnar.

Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu

Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird.

ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn

Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri.

Til­boð JBT kom hluta­bréfa­markaðnum á flug

Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×