Ellefu sagt upp hjá Arion banka Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 11:16 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að helsta breytingin felist í því að upplifun viðskiptavina sé ekki lengur eitt af stoðsviðum bankans og þar með fækkar sviðum og framkvæmdastjórum úr átta í sjö. „Upplifun viðskiptavina var stofnað árið 2021 með það að markmiði að bæta upplifun viðskiptavina af þjónustu og þjónustuleiðum bankans og efla samstarf Arion banka og Varðar. Á þessu tímabili hefur traustur grunnur verið lagður hvað varðar þjónustu Arion og upplifun viðskiptavina og að sama skapi hefur samstarf Varðar trygginga og Arion banka styrkst og skilað góðum vexti tryggingafélagsins. Nú er komið að ákveðnum kaflaskilum í starfsemi Arion samstæðunnar sem kalla á breytt skipulag og aukna samlegð. Markmið breytinganna er að sameina sérþekkingu og reynslu í ríkari mæli en áður, stytta boðleiðir og auka enn við hraða í þróun þjónustunnar. Öll fyrirtækjaþjónusta mun heyra undir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið, en áður sinnti viðskiptabankasvið þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni. Gagnamál munu alfarið heyra undir upplýsingatæknisvið og markaðsmál undir bankastjóra þar sem fyrir er samskiptasvið bankans. Einnig færast sérfræðingar í upplifun viðskiptavina og þjónustuleiðum inn í viðskiptaeiningar og þar með nær viðskiptavinum. Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.Vísir/Vilhelm Að auki taka gildi ýmsar breytingar á innra skipulagi sviða Arion banka sem hafa það að markmiði að auka skilvirkni, samræma og einfalda stjórnskipulag og fækka stjórnendalögum. Við þessar breytingar fækkar forstöðumönnum bankans um 13%, en alls munu 11 starfsmenn hætta störfum hjá Arion banka í dag,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í síðustu viku að Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefði komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Starfslok Steinunnar Hlífar eru ekki hluti af þeim ellefu sem sem nú hefur verið sagt upp. Kveðja kært samstarfsfólk Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að markviss vinna síðustu ára hafi skilað bankanum skýrri sýn sem muni gegna lykilhlutverki í þróun þjónustu Arion banka og dótturfélaga, viðskiptavinum til góða. „Þjónustusvið bankans taka nú við mikilvægum verkefnum sem öll miða að því að efla okkar þjónustu. Markmið skipulagsbreytinganna er jafnframt að auka slagkraft og skilvirkni í allri okkar starfsemi með enn öflugri einingum, þéttu samstarfi og einföldun skipulags. Við kveðjum í dag kært samstarfsfólk sem ég óska velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir Benedikt. Arion banki Vinnumarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að helsta breytingin felist í því að upplifun viðskiptavina sé ekki lengur eitt af stoðsviðum bankans og þar með fækkar sviðum og framkvæmdastjórum úr átta í sjö. „Upplifun viðskiptavina var stofnað árið 2021 með það að markmiði að bæta upplifun viðskiptavina af þjónustu og þjónustuleiðum bankans og efla samstarf Arion banka og Varðar. Á þessu tímabili hefur traustur grunnur verið lagður hvað varðar þjónustu Arion og upplifun viðskiptavina og að sama skapi hefur samstarf Varðar trygginga og Arion banka styrkst og skilað góðum vexti tryggingafélagsins. Nú er komið að ákveðnum kaflaskilum í starfsemi Arion samstæðunnar sem kalla á breytt skipulag og aukna samlegð. Markmið breytinganna er að sameina sérþekkingu og reynslu í ríkari mæli en áður, stytta boðleiðir og auka enn við hraða í þróun þjónustunnar. Öll fyrirtækjaþjónusta mun heyra undir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið, en áður sinnti viðskiptabankasvið þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni. Gagnamál munu alfarið heyra undir upplýsingatæknisvið og markaðsmál undir bankastjóra þar sem fyrir er samskiptasvið bankans. Einnig færast sérfræðingar í upplifun viðskiptavina og þjónustuleiðum inn í viðskiptaeiningar og þar með nær viðskiptavinum. Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.Vísir/Vilhelm Að auki taka gildi ýmsar breytingar á innra skipulagi sviða Arion banka sem hafa það að markmiði að auka skilvirkni, samræma og einfalda stjórnskipulag og fækka stjórnendalögum. Við þessar breytingar fækkar forstöðumönnum bankans um 13%, en alls munu 11 starfsmenn hætta störfum hjá Arion banka í dag,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í síðustu viku að Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefði komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Starfslok Steinunnar Hlífar eru ekki hluti af þeim ellefu sem sem nú hefur verið sagt upp. Kveðja kært samstarfsfólk Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að markviss vinna síðustu ára hafi skilað bankanum skýrri sýn sem muni gegna lykilhlutverki í þróun þjónustu Arion banka og dótturfélaga, viðskiptavinum til góða. „Þjónustusvið bankans taka nú við mikilvægum verkefnum sem öll miða að því að efla okkar þjónustu. Markmið skipulagsbreytinganna er jafnframt að auka slagkraft og skilvirkni í allri okkar starfsemi með enn öflugri einingum, þéttu samstarfi og einföldun skipulags. Við kveðjum í dag kært samstarfsfólk sem ég óska velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir Benedikt.
Arion banki Vinnumarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35