Viðskipti innlent

Ráðin markaðs­stjóri Fastus

Atli Ísleifsson skrifar
Ástrós Kristinsdóttir.
Ástrós Kristinsdóttir. Aðsend

Ástrós Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðstjóri Fastus ehf. Hlutverk henner verður að móta og leiða markaðsmál félagsins og endurmörkun þriggja vörumerkja auk stefnumótunar í kynningarmálum sem og innri og ytri markaðssetningu.

Í tilkynningu segir að um síðastliðin áramót hafi Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import sameinast í eitt félag. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert.

Fram kemur að Ástrós hafi unnið við markaðsmál síðastliðin fimm ár. „Síðast starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Þar á undan var hún aðstoðarmaður Ph.D, Þórhalls Arnar Guðlaugssonar prófessors við viðskiptafræðideild HÍ og þar áður starfaði hún sem fjármálaráðgjafi hjá Arion banka. Ástrós er með Bsc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og auk þess með verðbréfaréttindi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×