„Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 16:44 Aron Pálmarsson var allt annað en sáttur við spilamennsku sína á mótinu. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. Þrátt fyrir sigurinn eru úrslitin vonbrigði þar sem íslenska liðið hefði þurft fimm marka sigur til að eiga góða möguleika á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana í sumar. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en Ísland þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við komum okkur í þessa frábæru stöðu, en ég veit ekki hvað skeði þarna fyrsta korterið í seinni. Við gefum þeim þetta forskot aftur til baka og mætum ekki klárir. Því fer auðvitað svona og það er bara algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því.“ Klippa: Viðtal við Aron eftir Austurríkisleikinn Þá segist fyrirliðinn finna fyrir reiði eftir leikinn. „Já. Ég er rosalega reiður út í sjálfan mig. Það er eiginlega svona það fyrsta sem er að koma upp núna strax eftir leik. Ég er mjög pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki spilað betur fyrstu leikina á þessu móti og það nagar mig rosalega núna. Það er eiginlega það eina sem kemst fyrir hjá mér. Ég þarf að fara vel yfir það hvernig ég kom inn í mótið og allt andlega.“ „Miðað við það sem við höfum sýnt, það sem við höfum talað um og höfum sýnt á þessu móti, en í allt of stutta kafla, þá eigum við að gera betur. Við eigum ekki að vera í þessari stöðu sem við erum í í dag. Þannig að það er eitthvað sem við þurfum klárlega að læra af.“ Að lokum var Aron stuttorður þegar hann var spurður út í það hvort mótið hafi verið vonbrigði. „Já. Klár vonbrigði,“ sagði Aron Pálmarsson einfaldlega að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Þrátt fyrir sigurinn eru úrslitin vonbrigði þar sem íslenska liðið hefði þurft fimm marka sigur til að eiga góða möguleika á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana í sumar. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en Ísland þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við komum okkur í þessa frábæru stöðu, en ég veit ekki hvað skeði þarna fyrsta korterið í seinni. Við gefum þeim þetta forskot aftur til baka og mætum ekki klárir. Því fer auðvitað svona og það er bara algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því.“ Klippa: Viðtal við Aron eftir Austurríkisleikinn Þá segist fyrirliðinn finna fyrir reiði eftir leikinn. „Já. Ég er rosalega reiður út í sjálfan mig. Það er eiginlega svona það fyrsta sem er að koma upp núna strax eftir leik. Ég er mjög pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki spilað betur fyrstu leikina á þessu móti og það nagar mig rosalega núna. Það er eiginlega það eina sem kemst fyrir hjá mér. Ég þarf að fara vel yfir það hvernig ég kom inn í mótið og allt andlega.“ „Miðað við það sem við höfum sýnt, það sem við höfum talað um og höfum sýnt á þessu móti, en í allt of stutta kafla, þá eigum við að gera betur. Við eigum ekki að vera í þessari stöðu sem við erum í í dag. Þannig að það er eitthvað sem við þurfum klárlega að læra af.“ Að lokum var Aron stuttorður þegar hann var spurður út í það hvort mótið hafi verið vonbrigði. „Já. Klár vonbrigði,“ sagði Aron Pálmarsson einfaldlega að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15