Viðskipti innlent

Keyptu sögu­frægt hús á 800 milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fasteignin er rúmir þúsund fermetrar.
Fasteignin er rúmir þúsund fermetrar. Matt Finnemore

Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. 

Viðskiptablaðið greinir frá viðskiptunum. Það er Jökull Tómasson sem selur húsið en hann keypti það í gegnum félagið K Apartments ehf. árið 2018. Jökull hefur verið stórtækur í fasteignaviðskiptum í miðbæ Reykjavíkur undanfarinn áratug.

Húsið er frá árinu 1952. Apótek Austurbæjar var opnað ári síðar og starfrækt til ársins 2010. Þá var sömuleiðis lengi læknastofa í húsinu.

Kristján og Jóhann hafa sömuleiðis verið stórtækir í fasteignaviðskiptum í Reykjavík. Þeir eiga félagið Leiguíbúðir ehf. sem hefur unnið að íbúðakjarna að Laugavegi 33, 33b, 35, 37 og Vatnsstíg 4.

Jóhann Guðlaugur er meðeigandi fjárfestingarfélagsins Aztiq. Hann tróndi á toppi tekjuhæstu starfsmanna fjármálafyrirtækja sem birtur var í fyrra með 9,7 milljónir króna á mánuði að meðaltali árið 2022. Aztiq er að stórum hluta í eigu Róberts Wessmann og eru stærstu eignir Alvogen og Alvotech. Jóhann var áður forstöðumaður hjá Alvogen.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×