Innherji

Sam­ein­ing við Sam­kaup gæti „hrist­ upp“ í smá­söl­u­mark­aðn­um

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Sameinað félag myndi velta um 80 milljörðum króna á ári og væri með 150 útsölustaði.
Sameinað félag myndi velta um 80 milljörðum króna á ári og væri með 150 útsölustaði. Samsett

Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“


Tengdar fréttir

Heim­kaup safn­ar 1,5 millj­arð­i í hlut­a­fé til að opna nýj­ar versl­an­ir

Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf.

Selja allan fimmtungs­hlut sinn í fjár­festinga­fé­laginu Streng

Félög sem er stýrt af fjárfestunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingafélagi eftir að hafa keypt samanlagt tuttugu prósenta hlut í Strengi. Seljendur bréfanna eru viðskiptafélagarnir Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson en þeir fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum og eru nú orðnir einir stærstu hluthafar fasteignafélagsins.

Verslunar­rekstur Orkunnar seldur til Heim­kaupa og Gréta María ráðin for­stjóri

Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×