Sigur Íslands á síðasta EM situr enn í Frökkum sem ætla að hefna sín Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2024 11:31 Íslenska liðið fagnaði sigrinum gegn Frökkum vel og innilega fyrir tveimur árum. Fagnaðarlætin fóru hins vegar öfugt ofan í Frakkana. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frækinn átta marka sigur gegn Frökkum í milliriðili á EM 2022 í Svíþjóð og Ungverjalandi. Liðin mætast nú aftur í milliriðli EM síðar í dag og ætla Frakkar að hefna fyrir ófarirnar. Í viðtali við Nedim Remili, leikmann franska landsliðsins, sem birtist á L'Equipe í morgun segir Remili að Frakkar vilji hefna sín á tapinu gegn Íslendingum á EM 2022. Remili tók reyndar ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. „Klárlega viljum við hefna okkar, þó að mér líki ekkert sérstaklega við það orð því að á endanum komumst við í undanúrslit en ekki þeir,“ sagði Remili. Íslenska liðið lék á als oddi í leik liðanna á EM 2022 og vann að lokum átta marka sigur, 29-21. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok og virtust fagnaðarlætin fara í taugarnar á frönsku leikmönnunum. „Við erum reiðir,“ hélt Remili áfram og glotti. „Fyrir tveimur árum fögnuðu Íslendingar sigrinum fullmikið og það pirraði okkur. Þetta pirraði liðið.“ „Það hafa allir rétt á að fagna eins og þeir vilja, en þegar þetta er svona mikið lítur það pínu út eins og hálfgerð vanvirðing. Þegar þetta fer út í það þá getur það verið pirrandi. Þetta situr aðeins í mér, og okkur öllum. En það mikilvægasta er að við vinnum þennan leik,“ sagði Remili að lokum. Ísland og Frakkland mætast á EM í Þýskalandi síðar í dag og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Flautað verður til leiks klukkan 14:30, en upphitun fyrir leikinn hefst um það vil tveimur tímum fyrr. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Í viðtali við Nedim Remili, leikmann franska landsliðsins, sem birtist á L'Equipe í morgun segir Remili að Frakkar vilji hefna sín á tapinu gegn Íslendingum á EM 2022. Remili tók reyndar ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. „Klárlega viljum við hefna okkar, þó að mér líki ekkert sérstaklega við það orð því að á endanum komumst við í undanúrslit en ekki þeir,“ sagði Remili. Íslenska liðið lék á als oddi í leik liðanna á EM 2022 og vann að lokum átta marka sigur, 29-21. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok og virtust fagnaðarlætin fara í taugarnar á frönsku leikmönnunum. „Við erum reiðir,“ hélt Remili áfram og glotti. „Fyrir tveimur árum fögnuðu Íslendingar sigrinum fullmikið og það pirraði okkur. Þetta pirraði liðið.“ „Það hafa allir rétt á að fagna eins og þeir vilja, en þegar þetta er svona mikið lítur það pínu út eins og hálfgerð vanvirðing. Þegar þetta fer út í það þá getur það verið pirrandi. Þetta situr aðeins í mér, og okkur öllum. En það mikilvægasta er að við vinnum þennan leik,“ sagði Remili að lokum. Ísland og Frakkland mætast á EM í Þýskalandi síðar í dag og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Flautað verður til leiks klukkan 14:30, en upphitun fyrir leikinn hefst um það vil tveimur tímum fyrr.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni