Sigur Íslands á síðasta EM situr enn í Frökkum sem ætla að hefna sín Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2024 11:31 Íslenska liðið fagnaði sigrinum gegn Frökkum vel og innilega fyrir tveimur árum. Fagnaðarlætin fóru hins vegar öfugt ofan í Frakkana. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frækinn átta marka sigur gegn Frökkum í milliriðili á EM 2022 í Svíþjóð og Ungverjalandi. Liðin mætast nú aftur í milliriðli EM síðar í dag og ætla Frakkar að hefna fyrir ófarirnar. Í viðtali við Nedim Remili, leikmann franska landsliðsins, sem birtist á L'Equipe í morgun segir Remili að Frakkar vilji hefna sín á tapinu gegn Íslendingum á EM 2022. Remili tók reyndar ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. „Klárlega viljum við hefna okkar, þó að mér líki ekkert sérstaklega við það orð því að á endanum komumst við í undanúrslit en ekki þeir,“ sagði Remili. Íslenska liðið lék á als oddi í leik liðanna á EM 2022 og vann að lokum átta marka sigur, 29-21. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok og virtust fagnaðarlætin fara í taugarnar á frönsku leikmönnunum. „Við erum reiðir,“ hélt Remili áfram og glotti. „Fyrir tveimur árum fögnuðu Íslendingar sigrinum fullmikið og það pirraði okkur. Þetta pirraði liðið.“ „Það hafa allir rétt á að fagna eins og þeir vilja, en þegar þetta er svona mikið lítur það pínu út eins og hálfgerð vanvirðing. Þegar þetta fer út í það þá getur það verið pirrandi. Þetta situr aðeins í mér, og okkur öllum. En það mikilvægasta er að við vinnum þennan leik,“ sagði Remili að lokum. Ísland og Frakkland mætast á EM í Þýskalandi síðar í dag og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Flautað verður til leiks klukkan 14:30, en upphitun fyrir leikinn hefst um það vil tveimur tímum fyrr. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Í viðtali við Nedim Remili, leikmann franska landsliðsins, sem birtist á L'Equipe í morgun segir Remili að Frakkar vilji hefna sín á tapinu gegn Íslendingum á EM 2022. Remili tók reyndar ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. „Klárlega viljum við hefna okkar, þó að mér líki ekkert sérstaklega við það orð því að á endanum komumst við í undanúrslit en ekki þeir,“ sagði Remili. Íslenska liðið lék á als oddi í leik liðanna á EM 2022 og vann að lokum átta marka sigur, 29-21. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok og virtust fagnaðarlætin fara í taugarnar á frönsku leikmönnunum. „Við erum reiðir,“ hélt Remili áfram og glotti. „Fyrir tveimur árum fögnuðu Íslendingar sigrinum fullmikið og það pirraði okkur. Þetta pirraði liðið.“ „Það hafa allir rétt á að fagna eins og þeir vilja, en þegar þetta er svona mikið lítur það pínu út eins og hálfgerð vanvirðing. Þegar þetta fer út í það þá getur það verið pirrandi. Þetta situr aðeins í mér, og okkur öllum. En það mikilvægasta er að við vinnum þennan leik,“ sagði Remili að lokum. Ísland og Frakkland mætast á EM í Þýskalandi síðar í dag og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Flautað verður til leiks klukkan 14:30, en upphitun fyrir leikinn hefst um það vil tveimur tímum fyrr.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira