Viðskipti innlent

Play flýgur til Króatíu

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða fyrsta áfangastað flugfélagsins Play í Króatíu.
Um er að ræða fyrsta áfangastað flugfélagsins Play í Króatíu. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til strandborgarinnar Split í Króatíu. Fyrsta flug Play til Split verður 28. maí en til stendur að fljúga þangað einu sinni í viku á þriðjudögum yfir sumarmánuðina.

Í tilkynningu frá Play segir að þetta verði í fyrsta sinn sem áætlunarferðum verði haldið úti á milli Íslands og Split og sé þetta jafnframt fyrsti áfangastaður Play í Króatíu.

„Split er einn af eftirsóttustu áfangastöðum Evrópu þar sem er hægt að sóla sig á fjölbreyttum ströndum og baða sig í kristaltæru Adríahafinu. Split býður upp á göngugötu meðfram strandlengjunni þar sem er auðvelt er að gleyma sér í útsýninu og gamli miðbærinn er bæði ævaforn og gullfallegur. Split er hvað glæsilegust í ljósaskiptunum þegar ljósin í strandbæjunum og snekkjum blasa við en skotstund frá Split er eyjan Hvar þar sem skemmtanaþyrstir munu vafalaust eiga sínar bestu stundir,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×