Viðskipti innlent

Þór­hallur ráðinn til Góðra sam­skipta

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórhallur er genginn til liðs við Góð samskipti.
Þórhallur er genginn til liðs við Góð samskipti. Góð samskipti

Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar og fjölmiðlamaður, er genginn til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Góð samskipti.

Fram kemur í tilkynningu að Þórhallur sinni þar stöðu sérstaks ráðgjafa (e. associated partner). Hann muni sinna stjórnendaþjálfun og -ráðgjöf fyrir viðskiptavini Góðra samskipta og nýta þar reynslu sína af fjölmiðlastörfum og sem stjórnandi. 

„Þórhallur hefur gengt krefjandi stjórnunarhlutverkum í meira en tvo áratugi, fyrst sem ritstjóri Kastljóssins um árabil, síðar sem dagskrárstjóri RÚV og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Sagafilm - þar sem hann sat einnig í stjórn fyrirtækisins. Síðast var Þórhallur framkvæmdastjóri miðla Sýnar en sagði starfi sínu lausu í byrjun sumars,“ segir í tilkynningunni.

Þórhallur er lærður í leiklist og með mastersgráðu í sjónvarpsþáttagerð frá Goldsmiths háskólanum í Lundúnum.

„Þórhallur og Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta, hafa á síðustu árum í sameiningu þjálfað hátt í fimm hundruð stjórnendur í íslensku atvinnulífi.“


Tengdar fréttir

Þórhallur hættir hjá Sýn

Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Hann segir átök um eignarhald hjá félaginu hafa fengið hann til að velta stöðu sinni fyrir sér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×