Umræðan

Að ótt­ast ekki hag­sæld­ar­hnign­un með að­gerð­a­leys­i í ork­u­mál­um

Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Gæfan er fallvölt. Engu að síður virðist hópur vinstrimanna ekki óttast hagsældarhnignun – sérstaklega þegar rætt er um orkumál. Ný framvarðarsveit Samfylkingarinnar fellur blessunarlega ekki í þann hóp.

Það er fyrirsjáanlegur raforkuskortur í landinu. Kristaltært dæmi um það er að ráðherra hyggst setja lög um að skammta megi raforku og fiskimjölsverksmiðjur hafa þurft ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni.

Það liggur í augum uppi að orkuskipti, að hætta að nota milljón tonn af olíu á ári og nýta þess í stað vistvæna og endurnýjanlega orku, kallar á að umtalsvert meiri raforkuframleiðslu. Að auki kallar fólksfjölgun og aukin efnahagsumsvif á raforku.

Meirihluti Alþingismanna virðist vera á því máli, ef marka má fréttir, en það eru þó ekki allir sammála um þetta.

Gagnaver eru til að mynda eru góð viðbót fyrir raforkukerfið. Þau leiða til þess að flóra viðskiptavina orkuframleiðanda verður fjölbreyttari. Hægt er að reisa gagnaver á tiltölulega skömmum tíma, ólíkt álverum og þau þurfa ekki jafn mikla orku.

Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra landsins sagði í Kryddsíld: „Við eigum að nýta orkuna sem við framleiðum í innlend orkuskipti. Það á að vera forgangsmál númer eitt, tvö og þrjú.“

Þingmaður Pírata sagði í grein á Vísi að það væri orkuskortur vegna þess hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hafi verið virkjuð hér á landi. Vandinn „í hnotskurn“ væri að stórnotendur noti um 80 prósent af allri orku sem er framleidd á Íslandi en heimili noti einungis fimm prósent.

Það hljómar eins og lausnin í þeirra huga sé að færa orkuna frá stórnotendum til heimilanna og þá þurfi ekki að virkja frekar.

Ef til vill átti forsætisráðherra við að nýta ætti nýja raforkuframleiðslu í innlend orkuskipti því í stjórnarsáttmála er kveðið á um að hraða eigi orkuskiptum og ekkert rætt um að draga ætti úr sölu til stóriðju.

Gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi er grunnurinn að hagsæld minni þjóða enda þurfum við að flytja inn margar af okkar helstu vörum; til að mynda rafmagnsbíla fyrir orkuskiptin. Af heildarútflutningi álvera á Íslandi árið 2021, sem eru nýjustu tölur frá Samáli, urðu um 123 milljarðar eftir í gjaldeyristekjum. Fyrir þá fjárhæð hefði verið hægt að standa straum af innflutningi á öllum bílum árið 2022. (Tölur fyrir árið 2023 liggja ekki fyllilega fyrir.)

Ísland er orkuríkt land. Landgæði eru með þeim hætti að hægt er framleiða endurnýjanlega raforku með hagkvæmum hætti. Landið er að auki stórt og íbúar fáir. Við Íslendingar tökum þessum náttúrukostum sem sjálfgefnum en tæplega 40 prósent af raforku ríkja Evrópusambandsins framleidd úr jarðefnaeldsneyti sumsé kolum, olíu og jarðgasi, samkvæmt gögnum frá Evrópusambandinu.

Það er því æskilegt, innan skynsemismarka þegar kemur að virkjunarkostum, að flytja út orku, rétt eins og sjávarfang, ál og hugverk. Það má gera með því að selja orkuna til stórnotenda á borð við álver, gagnaver og fiskeldi sem nýta orkuna til að framleiða vörur og þjónustu sem seld er úr landi.

Gagnaver eru til að mynda eru góð viðbót fyrir raforkukerfið. Þau leiða til þess að flóra viðskiptavina orkuframleiðanda verður fjölbreyttari. Hægt er að reisa gagnaver á tiltölulega skömmum tíma, ólíkt álverum og þau þurfa ekki jafn mikla orku.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að því að hagsæld okkar helst í hendur við orkuframleiðsluna.

Raunar er það svo gagnaver hafa verið að kaupa afgangsorku í kerfinu sem öðrum kosti hefði runnið ónýtt í sjóinn. Gagnaver Borealis Data Center á Blónduósi er dæmi um það. 

Gert er ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum og á Íslandi býr við náttúrulegt samkeppnisforskot í formi veðurfars til að kæla búnaðinn. Þetta er ekki mannaflsfrek starfsemi, rétt eins og álver, og hentar því fámennari þjóð en er að sama skapi ein af grunnstoðum upplýsingatækniiðnaðar – starfsgrein sem æskilegt er að róa öllum árum að vaxi hérlendis viljum við að hagsæld hérlendis verði í fremstu röð. Íslensk fyrirtæki þjónusta gagnaver og viðskiptavini þeirri í miklu mæli.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að því að hagsæld okkar helst í hendur við orkuframleiðsluna. Ef miðað er við sviðmyndir um aukna raforkuvinnslu hér á landi, , samkvæmt skýrslunni Orkulaus/nir sem Viðskiptaráð útbjó, er reiknað með því að landsframleiðsla á hvern íbúa verði með því mesta sem þekkist í heiminum árið 2060. Aftur á móti ef gert er ráð fyrir að framleiðslan verði ekki aukin munum við skipa sess á meðal landa í milli- og lágtekjuhóp.

Höfundur er viðskiptablaðamaður á Innherja


Tengdar fréttir

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Umræðan

Sjá meira


×