Innherji

Til­boð JBT kom hluta­bréfa­markaðnum á flug

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, stýra tveimur stærstu fyrirtækjunum í Kauphöll. Beðið er eftir stórum tíðindum um þau og munu fregnirnar geta haft mikil áhrif á markaðinn í heild sinni.
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, stýra tveimur stærstu fyrirtækjunum í Kauphöll. Beðið er eftir stórum tíðindum um þau og munu fregnirnar geta haft mikil áhrif á markaðinn í heild sinni. Samsett

Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.


Tengdar fréttir

Fjár­festar selt í hluta­bréfa­sjóðum fyrir meira en tíu milljarða á árinu

Þrátt fyrir viðsnúning á mörkuðum undir lok síðasta mánaðar þegar fréttir af mögulegu yfirtökutilboði í Marel bárust þá var ekkert lát á áframhaldandi útflæði fjármagns úr hlutabréfasjóðum. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins hafa fjárfestar minnkað stöðu sína í slíkum sjóðum umtalsvert meira en allt árið 2022 en í tilfelli skuldabréfasjóða hefur útflæðið nærri þrefaldast.

Mestu þyngslin á íslenska markaðnum en tæknirisar tosað upp ávöxtun erlendis

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur lækkað hvað mest á heimsvísu, ásamt markaðnum í Kólumbíu, á meðan ávöxtun hlutabréfa er með ágætum í mörgum kauphöllum erlendis. Viðmælendur Innherja benda á að ekki séu sambærileg félög í íslensku kauphöllinni og hafa verið að leiða hækkanir í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá hafi starfsumhverfi á Íslandi verið krefjandi með miklum launahækkunum síðustu misseri ásamt mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi, umfram það sem þekkist í öðrum löndum.

Verð­lagning margra skráðra fé­laga „með því lægra sem sést hefur í langan tíma“

Verðlagning margra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni eru með því lægra sem sést hefur í langan tíma, að sögn vogunarsjóðsstjóra, en frá ársbyrjun 2022 hefur ávöxtun hlutabréfamarkaðarins að teknu tilliti til verðbólgu verið neikvæð um meira en fimmtíu prósent. Verðkennitölur banka gefi til kynna að horfur í rekstri fari versnandi, sem standist illa skoðun, og þá séu horfur í smásölu bjartari eftir erfiða átján mánuði og „verðlagning þar farin að verða áhugaverð.“

Mark­að­ur­inn ver­ið í „fýlu í lang­an tíma“ og van­met­inn um 37 prós­ent

Að meðaltali eru félögin sem Jakobsson Capital fylgir vanmetin um 36,5 prósent. „Markaðurinn er búinn að vera í gríðarlegri fýlu í langan tíma,“ segir í hlutabréfagreiningu. „Ólíklegt er að Seðlabankinn hækki vexti mikið meira“  en ósennilegt þykir að hlutabréfamarkaðurinn „taki mikið við sér áður en vextir lækka á ný.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×