Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 60 - 79 | Fimm í röð hjá Njarðvík Siggeir Ævarsson skrifar 6. janúar 2024 17:20 Jana Falsdóttir var frábær í leiknum í dag Vísir/Bára Dröfn Liðin í 2. og 3. sæti Subway-deildar kvenna, Stjarnan og Njarðvík, mættust í fyrsta leik umferðarinnar í Garðabænum. Njarðvíkingar náðu í sinn fimmta sigur í röð og það nokkuð örugglega. Njarðvíkingar voru einfaldlega miklu sterkara liðið í Umhyggjuhöllinni í dag. Þær komust í 2-15 í byrjun og eftir það var eiginlega aldrei spurning hvernig leikurinn myndi fara. Það gekk fátt upp hjá Stjörnunni í byrjun en fyrstu tvö stig liðsins komu úr vítum í fjórum tilraunum og fyrsta karfan utan af velli kom ekki fyrr en í stöðunni 4-15. Heimakonur sýndu smá lífsmark í öðrum leikhluta, en náðu þó aldrei að minnka muninn í minna en 13 stig. Á þeim tímapunkti tók Rúnar Ingi leikhlé og það fyrsta sem hann sagði við leikmenn sína heyrðist um allt húsið og er varla hæft til að hafa eftir, en það virðist sannarlega hafa vakið Njarðvíkinga. Njarðvíkurkonur leiddu með 20 stigum fyrir 4. leikhlutann sem varð þá hálfgert formsatriði að klára. Það má þó ekki taka það af heimakonum að þær hættu aldrei að reyna að koma til baka en holan sem þær lentu í í byrjun leiks var einfaldlega of djúp. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar léku á alls oddi í dag og áttu svör við öllu því sem Stjarnan reyndi að bjóða upp á. Þær hittu betur, spiluðu góða vörn og gáfu mun fleiri stoðsendingar en Stjarnan. Hverjar stóðu upp úr? Besti leikmaður Njarðvíkur í dag var Jana Falsdóttir. Skoraði 21 stig, gaf sex stoðsendingar og stal sex boltum. Hraðinn sem hún býr yfir er ótrúlegur og sennilega enginn leikmaður í deildinni sem stenst henni snúning þegar hún sprengir af stað. Emilie Hessedal byrjaði leikinn með miklum látum og skoraði 13 stig í fyrsta leikhluta. Hún virtist svo einbeita sér frekar að því að koma öðrum leikmönnum í gang en endaði með 19 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Kolbrún Ármannsdóttir nánast sú eina sem kom boltanum ofan í til að byrja með en eftir því sem á leið komust erlendu leikmenn liðsins loksins í takt við leikinn, þær Katarzyna Trzeciak og Denia Davis-Stewart. Trzeciak endaði stigahæst með 18 stig og bætti við níu stoðsendingum. Kolbrún og Davis-Stewart settu báðar 14 stig og sú síðarnefnda reif einnig niður níu fráköst. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fá tíu daga pásu og eiga leik næst á heimavelli gegn Fjölni 16. janúar en Stjarnan fer í enn lengri pásu. Næsti leikur hjá þeim 23. janúar þegar þær sækja Hauka heim en eiga leik í VÍS-bikarnum í millitíðinni. Rúnar Ingi: „Eiginlega ekkert sem Stjarnan gerði sem var að koma okkur úr jafnvægi“ Rúnar var með hattinn og þá kemst maður örugglega í stuð.Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var kampakátur í leikslok, enda spiluðu hans konur frábærlega frá fyrstu mínútu og virtust ekki eiga í neinum vandræðum með Stjörnuna í dag. „Eins og ég sagði við þig í byrjun, undirbúningurinn okkar snérist rosalega mikið um orkustig. Mér fannst það heppnast 100 prósent eiginlega í dag. Það var eiginlega ekkert sem Stjarnan gerði sem var að koma okkur úr jafnvægi eins og gerðist fyrir áramót. Það er það sem ég er rosalega ánægður með í mínu liði að við vorum andlega tilbúnar og „mótíveraðar“ til þess að mæta hérna og gera vel á vellinum og leggja okkur fram.“ „Ég er eiginlega bara alveg ótrúlega ánægður með frammistöðuna í heild sinni í gegnum 40 mínútur. Það er einn þáttur leiksins sem ég er ósáttur við og það eru tapaðir boltar. Það er eiginlega það eina sem hélt þeim inni í þessu í fyrri hálfleik, við töpuðum níu boltum í 2. leikhluta. En það var eiginlega ekki þeirra pressa, mér fannst við bara verða kærulausar.“ „Vorum bara að taka vondar ákvarðarnir og drífa okkur þegar við vorum búnar að gera svo vel. Jafnvægið í leiknum okkur, inni og úti svona heilt yfir er bara mjög gott en akkúrat á þeim tíma vorum við ekki að sækja á okkar styrkleika og þá töpuðum við boltanum. Ég var smá reiður þarna í 2. leikhluta en annars bara ótrúlega ánægður með mitt lið.“ Það fór ekki framhjá neinum í húsinu að Rúnar var ósáttur með spilamennskuna í 2. leikhluta þegar hann tók leikhlé og lét sína leikmenn heyra það. Það virtist þó virka vel en það gerist ekki alltaf að öskur frá þjálfara skili sér beinustu leið í bættri frammistöðu á gólfinu. „Ég var ekki að garga neitt nýtt. Ég var bara að tala um það sem við erum búnar að tala um í þessu stutta bili á milli leikja þar sem við erum að leggja áherslu á að passa boltann. Mitt mat er að frábær körfuboltalið passa boltann vel og eru ekki með marga tapaða bolta. Það er það sem ég var brjálaður yfir. Ég bara sagði það af meiri ákefð. Ég talaði um þetta í gær, ég talaði um þetta fyrir leik og ég sagði bara það nákvæmlega sama nema með aðeins meiri krafti. Ég sá líka í augunum á mínum leikmönnum að þær vissu alveg upp á sig sökina þarna og voru staðráðnar í að gera betur og komu inn á og gerðu það og ég er mjög ánægður.“ Njarðvíkingar eru þá komnir með fimm sigra í röð og eru einir í 2. sæti deildarinnar. Rúnar sagðist vera mjög sáttur og reiknaði með að nýr bandarískur leikmaður myndi gera liðin enn betra. „Mér líður bara nokkuð vel. Frá því að við töpuðum á móti Keflavík í bara mjög vondum leik þá gerum við breytingar á liðinu og það er búið að vera miklu meira jafnvægi núna að spila án Bandaríkjamanns. Við erum búnar að vinna eins og þú segir fimm leiki í röð. Ég er alveg viss um það að nýr Bandaríkjamaður mun ekki valda jafn miklu róti.“ „Ég held að hún muni falla betur að því sem við erum að fara. Þess vegna er ég að fá hana hérna. Til að koma og vera partur af góðu liði en ekki að vera einhver súperstjarna sem er með boltann og við hættum að gera það sem við gerum vel. Því við erum að spila góðan körfubolta og frábæran varnarleik. Hún mun bara mæta og bæta við það þannig að mér líst bara mjög vel á þetta miðað við fyrstu tvo leiki á nýju ári.“ Subway-deild kvenna Stjarnan UMF Njarðvík
Liðin í 2. og 3. sæti Subway-deildar kvenna, Stjarnan og Njarðvík, mættust í fyrsta leik umferðarinnar í Garðabænum. Njarðvíkingar náðu í sinn fimmta sigur í röð og það nokkuð örugglega. Njarðvíkingar voru einfaldlega miklu sterkara liðið í Umhyggjuhöllinni í dag. Þær komust í 2-15 í byrjun og eftir það var eiginlega aldrei spurning hvernig leikurinn myndi fara. Það gekk fátt upp hjá Stjörnunni í byrjun en fyrstu tvö stig liðsins komu úr vítum í fjórum tilraunum og fyrsta karfan utan af velli kom ekki fyrr en í stöðunni 4-15. Heimakonur sýndu smá lífsmark í öðrum leikhluta, en náðu þó aldrei að minnka muninn í minna en 13 stig. Á þeim tímapunkti tók Rúnar Ingi leikhlé og það fyrsta sem hann sagði við leikmenn sína heyrðist um allt húsið og er varla hæft til að hafa eftir, en það virðist sannarlega hafa vakið Njarðvíkinga. Njarðvíkurkonur leiddu með 20 stigum fyrir 4. leikhlutann sem varð þá hálfgert formsatriði að klára. Það má þó ekki taka það af heimakonum að þær hættu aldrei að reyna að koma til baka en holan sem þær lentu í í byrjun leiks var einfaldlega of djúp. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar léku á alls oddi í dag og áttu svör við öllu því sem Stjarnan reyndi að bjóða upp á. Þær hittu betur, spiluðu góða vörn og gáfu mun fleiri stoðsendingar en Stjarnan. Hverjar stóðu upp úr? Besti leikmaður Njarðvíkur í dag var Jana Falsdóttir. Skoraði 21 stig, gaf sex stoðsendingar og stal sex boltum. Hraðinn sem hún býr yfir er ótrúlegur og sennilega enginn leikmaður í deildinni sem stenst henni snúning þegar hún sprengir af stað. Emilie Hessedal byrjaði leikinn með miklum látum og skoraði 13 stig í fyrsta leikhluta. Hún virtist svo einbeita sér frekar að því að koma öðrum leikmönnum í gang en endaði með 19 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Kolbrún Ármannsdóttir nánast sú eina sem kom boltanum ofan í til að byrja með en eftir því sem á leið komust erlendu leikmenn liðsins loksins í takt við leikinn, þær Katarzyna Trzeciak og Denia Davis-Stewart. Trzeciak endaði stigahæst með 18 stig og bætti við níu stoðsendingum. Kolbrún og Davis-Stewart settu báðar 14 stig og sú síðarnefnda reif einnig niður níu fráköst. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fá tíu daga pásu og eiga leik næst á heimavelli gegn Fjölni 16. janúar en Stjarnan fer í enn lengri pásu. Næsti leikur hjá þeim 23. janúar þegar þær sækja Hauka heim en eiga leik í VÍS-bikarnum í millitíðinni. Rúnar Ingi: „Eiginlega ekkert sem Stjarnan gerði sem var að koma okkur úr jafnvægi“ Rúnar var með hattinn og þá kemst maður örugglega í stuð.Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var kampakátur í leikslok, enda spiluðu hans konur frábærlega frá fyrstu mínútu og virtust ekki eiga í neinum vandræðum með Stjörnuna í dag. „Eins og ég sagði við þig í byrjun, undirbúningurinn okkar snérist rosalega mikið um orkustig. Mér fannst það heppnast 100 prósent eiginlega í dag. Það var eiginlega ekkert sem Stjarnan gerði sem var að koma okkur úr jafnvægi eins og gerðist fyrir áramót. Það er það sem ég er rosalega ánægður með í mínu liði að við vorum andlega tilbúnar og „mótíveraðar“ til þess að mæta hérna og gera vel á vellinum og leggja okkur fram.“ „Ég er eiginlega bara alveg ótrúlega ánægður með frammistöðuna í heild sinni í gegnum 40 mínútur. Það er einn þáttur leiksins sem ég er ósáttur við og það eru tapaðir boltar. Það er eiginlega það eina sem hélt þeim inni í þessu í fyrri hálfleik, við töpuðum níu boltum í 2. leikhluta. En það var eiginlega ekki þeirra pressa, mér fannst við bara verða kærulausar.“ „Vorum bara að taka vondar ákvarðarnir og drífa okkur þegar við vorum búnar að gera svo vel. Jafnvægið í leiknum okkur, inni og úti svona heilt yfir er bara mjög gott en akkúrat á þeim tíma vorum við ekki að sækja á okkar styrkleika og þá töpuðum við boltanum. Ég var smá reiður þarna í 2. leikhluta en annars bara ótrúlega ánægður með mitt lið.“ Það fór ekki framhjá neinum í húsinu að Rúnar var ósáttur með spilamennskuna í 2. leikhluta þegar hann tók leikhlé og lét sína leikmenn heyra það. Það virtist þó virka vel en það gerist ekki alltaf að öskur frá þjálfara skili sér beinustu leið í bættri frammistöðu á gólfinu. „Ég var ekki að garga neitt nýtt. Ég var bara að tala um það sem við erum búnar að tala um í þessu stutta bili á milli leikja þar sem við erum að leggja áherslu á að passa boltann. Mitt mat er að frábær körfuboltalið passa boltann vel og eru ekki með marga tapaða bolta. Það er það sem ég var brjálaður yfir. Ég bara sagði það af meiri ákefð. Ég talaði um þetta í gær, ég talaði um þetta fyrir leik og ég sagði bara það nákvæmlega sama nema með aðeins meiri krafti. Ég sá líka í augunum á mínum leikmönnum að þær vissu alveg upp á sig sökina þarna og voru staðráðnar í að gera betur og komu inn á og gerðu það og ég er mjög ánægður.“ Njarðvíkingar eru þá komnir með fimm sigra í röð og eru einir í 2. sæti deildarinnar. Rúnar sagðist vera mjög sáttur og reiknaði með að nýr bandarískur leikmaður myndi gera liðin enn betra. „Mér líður bara nokkuð vel. Frá því að við töpuðum á móti Keflavík í bara mjög vondum leik þá gerum við breytingar á liðinu og það er búið að vera miklu meira jafnvægi núna að spila án Bandaríkjamanns. Við erum búnar að vinna eins og þú segir fimm leiki í röð. Ég er alveg viss um það að nýr Bandaríkjamaður mun ekki valda jafn miklu róti.“ „Ég held að hún muni falla betur að því sem við erum að fara. Þess vegna er ég að fá hana hérna. Til að koma og vera partur af góðu liði en ekki að vera einhver súperstjarna sem er með boltann og við hættum að gera það sem við gerum vel. Því við erum að spila góðan körfubolta og frábæran varnarleik. Hún mun bara mæta og bæta við það þannig að mér líst bara mjög vel á þetta miðað við fyrstu tvo leiki á nýju ári.“
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti