„Bara einn sigur sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 4. janúar 2024 21:45 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflavík fengu botnlið Hamars í heimsókn í Blue höllina þegar 13.umferð Subway deilda karla hóf göngu sína núna í kvöld. Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00