Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 11:45 Jón Ásgeir Jóhannesson á ráðandi hlut í Streng sem á rúmlega helmingshlut í Skel. Hann er jafnframt stjórnarformaður Skeljar. Vísir/Vilhelm KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. Samkaup heldur utan um tuttugu verslanir Nettó, Krambúðir víða um land, Kjörbúðirnar sömuleiðis og fjórar verslanir Iceland á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru smásöluverslanir Samkaupa um sextíu talsins. Fjallað var um kaupin á vef Innherja í gær þar sem útskýrt var að Skel væri að styrkja stöðu sína í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað. Með kaupum Skeljar eykst hlutdeild félagsins í Samkaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson, lengi kenndur við Bónus og Baug, er stjórnarformaður Skeljar og einn af stærri eigendum þess. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er í eigu Skeljar í gegnum Orkuna, tjáði Innherja í nóvember að unnið væri hörðum höndum að því að opna nýjar matvöruverslanir. Annars vegar undir merkjum Heimkaupa og hins vegar lágvöruverðsverslanir. Unnið væri að því að finna hentugar staðsetningar. Í tilkynningu á vef KEA segir að KEA hafi átt hlut sinn í Samkaupum í um tíu ár. „KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum,“ segir í tilkynningunni. Kaupfélag Suðurnesja á rúmlega helmingshlut í Samkaupum. Birta lífeyrissjóður rúmlega átján prósent, Kaupfélag Borgfirðinga rúm tíu prósent og Festa lífeyrissjóður slétt tíu prósent. Nú er Skel orðinn fimmti stærsti eigandinn í Samkaupum. Verslun Akureyri Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Samkaup heldur utan um tuttugu verslanir Nettó, Krambúðir víða um land, Kjörbúðirnar sömuleiðis og fjórar verslanir Iceland á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru smásöluverslanir Samkaupa um sextíu talsins. Fjallað var um kaupin á vef Innherja í gær þar sem útskýrt var að Skel væri að styrkja stöðu sína í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað. Með kaupum Skeljar eykst hlutdeild félagsins í Samkaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson, lengi kenndur við Bónus og Baug, er stjórnarformaður Skeljar og einn af stærri eigendum þess. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er í eigu Skeljar í gegnum Orkuna, tjáði Innherja í nóvember að unnið væri hörðum höndum að því að opna nýjar matvöruverslanir. Annars vegar undir merkjum Heimkaupa og hins vegar lágvöruverðsverslanir. Unnið væri að því að finna hentugar staðsetningar. Í tilkynningu á vef KEA segir að KEA hafi átt hlut sinn í Samkaupum í um tíu ár. „KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum,“ segir í tilkynningunni. Kaupfélag Suðurnesja á rúmlega helmingshlut í Samkaupum. Birta lífeyrissjóður rúmlega átján prósent, Kaupfélag Borgfirðinga rúm tíu prósent og Festa lífeyrissjóður slétt tíu prósent. Nú er Skel orðinn fimmti stærsti eigandinn í Samkaupum.
Verslun Akureyri Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33