Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 11:45 Jón Ásgeir Jóhannesson á ráðandi hlut í Streng sem á rúmlega helmingshlut í Skel. Hann er jafnframt stjórnarformaður Skeljar. Vísir/Vilhelm KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. Samkaup heldur utan um tuttugu verslanir Nettó, Krambúðir víða um land, Kjörbúðirnar sömuleiðis og fjórar verslanir Iceland á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru smásöluverslanir Samkaupa um sextíu talsins. Fjallað var um kaupin á vef Innherja í gær þar sem útskýrt var að Skel væri að styrkja stöðu sína í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað. Með kaupum Skeljar eykst hlutdeild félagsins í Samkaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson, lengi kenndur við Bónus og Baug, er stjórnarformaður Skeljar og einn af stærri eigendum þess. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er í eigu Skeljar í gegnum Orkuna, tjáði Innherja í nóvember að unnið væri hörðum höndum að því að opna nýjar matvöruverslanir. Annars vegar undir merkjum Heimkaupa og hins vegar lágvöruverðsverslanir. Unnið væri að því að finna hentugar staðsetningar. Í tilkynningu á vef KEA segir að KEA hafi átt hlut sinn í Samkaupum í um tíu ár. „KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum,“ segir í tilkynningunni. Kaupfélag Suðurnesja á rúmlega helmingshlut í Samkaupum. Birta lífeyrissjóður rúmlega átján prósent, Kaupfélag Borgfirðinga rúm tíu prósent og Festa lífeyrissjóður slétt tíu prósent. Nú er Skel orðinn fimmti stærsti eigandinn í Samkaupum. Verslun Akureyri Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Samkaup heldur utan um tuttugu verslanir Nettó, Krambúðir víða um land, Kjörbúðirnar sömuleiðis og fjórar verslanir Iceland á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru smásöluverslanir Samkaupa um sextíu talsins. Fjallað var um kaupin á vef Innherja í gær þar sem útskýrt var að Skel væri að styrkja stöðu sína í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað. Með kaupum Skeljar eykst hlutdeild félagsins í Samkaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson, lengi kenndur við Bónus og Baug, er stjórnarformaður Skeljar og einn af stærri eigendum þess. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er í eigu Skeljar í gegnum Orkuna, tjáði Innherja í nóvember að unnið væri hörðum höndum að því að opna nýjar matvöruverslanir. Annars vegar undir merkjum Heimkaupa og hins vegar lágvöruverðsverslanir. Unnið væri að því að finna hentugar staðsetningar. Í tilkynningu á vef KEA segir að KEA hafi átt hlut sinn í Samkaupum í um tíu ár. „KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum,“ segir í tilkynningunni. Kaupfélag Suðurnesja á rúmlega helmingshlut í Samkaupum. Birta lífeyrissjóður rúmlega átján prósent, Kaupfélag Borgfirðinga rúm tíu prósent og Festa lífeyrissjóður slétt tíu prósent. Nú er Skel orðinn fimmti stærsti eigandinn í Samkaupum.
Verslun Akureyri Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33