Viðskipti innlent

Aftur hægt að baða sig í Bláa lóninu

Árni Sæberg skrifar
Bláa lónið hefur verið opnað á ný.
Bláa lónið hefur verið opnað á ný. Vísir/Vilhelm

Bláa lónið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Hótel fyrirtækisins eru þó enn lokuð.

Í tilkynningu Bláa lónsins á Facebook segir að það gleðji starfsfólk þess að geta tilkynnt um opnun lónsins, kaffihúss, veitingastaðarins Lava, heilsulindarinnar og tengds veitingastaðar og verslunina. Hótelin tvö við lónið og veitingastaðurinn Moss verði þó áfram lokuð í bili.

Fram kemur að opnunartími lónsins verður breyttur, eða frá klukkan ellefu að morgni til átta á kvöldi á hverjum degi.

Í fyrri tilkynningu er því haldið fram að þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesskaga séu innviðir lónsins í frábæru ásigkomulagi. Einhverjar byggingar hafi þó orðið fyrir einhverjum skemmdum.

Æfðu rýmingu í gær

Rýming var æfð í Bláa lóninu á föstudag. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði.

„Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins, á föstudag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×