Handbolti

Marka­regn þegar Fram lagði KA

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ívar Logi Styrmisson var markahæstur í liði Fram.
Ívar Logi Styrmisson var markahæstur í liði Fram. Vísir/Hulda Margrét

Framarar unnu  góðan heimasigur á KA þegar liðin mættust í Olís-deildinni í handknattleik í dag. Sóknarleikur var í hávegum hafður í leiknum í dag.

Fyrir leik liðanna í dag var Fram í 5. sæti Olís-deildarinnar en KA í 8. sæti. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum í dag. Staðan í hálfleik var 20-19 og varnarleikur ekki í hávegum hafður.

Markaregnið hélt áfram eftir hlé. KA náði tveggja marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks en Framarar voru fljótir að jafna. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum skoruðu KA-menn þrjú mörk í röð og komust í 34-31. Framarar svöruðu þá með fjórum mörkum í röð og náðu forystunni.

Í stöðunni 36-36 tóku Framarar hins vegar frumkvæðið og komust í 39-36. KA-menn náðu ekki að svara og Fram fagnaði að lokum 42-38 sigri í þessum mikla markaleik.

Ívar Logi Styrmisson skoraði 9 mörk fyrir Fram í dag og þeir Reynir Þór Stefánsson og Rúnar Kárason 7 mörk hvor. Einar Rafn Eiðsson var langmarkahæstur hjá KA en hann skoraði 14 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×