Rut, Rúna Guðrún og Skúli til KPMG Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 12:59 Skúli Valberg Ólafsson, Rut Gunnarsdóttir og Rúna Guðrún Loftsdóttir. KPMG Rut Gunnarsdóttir, Rúna Guðrún Loftsdóttir og Skúli Valberg Ólafsson hafa öll verið ráðin nýir verkefnastjórar á ráðgjafarsviði KPMG. Frá þessu segir í tilkynningu, en Rut hefur þegar hafið störf á ráðgjafarsviði í innri endurskoðun og áhættustjórnun. „Hún hefur starfað við eftirlit og ráðgjöf á fjármála- og verðbréfamarkaði í um 20 ár. Hún starfaði áður hjá Íslandsbanka í 13 ár og stýrði þar regluvörslusviði bankans en þar áður starfaði hún hjá Fjármálaeftirlitinu við eftirlit með fjármálafyrirtækjum, útgefendum, vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum. Rut er lögfræðingur frá HÍ og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún lauk MBA námi frá UIBS, Barcelona, og hefur einnig lokið verðbréfaréttindaprófi ásamt því að vera viðurkenndur stjórnarmaður. Rúna Guðrún Loftsdóttir Rúna mun sérhæfa sig í Microsoft 365 ráðgjöf og hagnýtingu Microsoft lausna og þjónustu. Hún hefur unnið að Microsoft innleiðingarverkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Einnig starfar Rúna hjá Opna Háskólanum í Reykjavík við fræðslu í Microsoft lausnum, ásamt því að kenna þar upplýsingatækni í verkefnastjórnunarnámi APME. Rúna hóf störf hjá KPMG í maí 2023. Áður var hún sjálfstætt starfandi hjá fyrirtæki sínu, Decasoft en Rúna hefur sinnt verkefnum við innleiðingar ITIL ferla og verklags, unnið að þjónustuhönnun, verkefnastjórn við innleiðingar á kerfum og lausnum, ásamt Microsoft 365 ráðgjöf og fræðslu. Rúna hefur áður starfað hjá Alvogen/Alvotech, Össur hf., Advania og Upplýsingatæknisviði Reykjavíkurborgar. Rúna er með IPMA vottun í verkefnastjórn, ITIL4 vottun í ferlum og verklagi í upplýsingatækni og Microsoft kerfisstjórn. Skúli Valberg Ólafsson Skúli hóf störf á ráðgjafarsviði í haust. Hann hefur áratuga reynslu sem leiðtogi, stjórnandi og ráðgjafi í upplýsingatækni- og fjármálageiranum auk þess að taka virka þátt í nýsköpun. Skúli hefur sérhæft sig í stjórnunaraðferðum og skipulagi fyrirtækja og stofnana í stafræna hagkerfinu, breytingastjórnun og innleiðingu breytinga með markmiðadrifnu skipulagi. Skúli starfaði áður m.a. með Kolibri, Raiffeisen Bank International, Straumi – Burðarás fjárfestingabanka, OZ.com og EJS og hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Skúli er með gráður í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá University of Florida, MBA frá Háskólanum í Reykjavík, Diploma Digital Business frá MIT/Columbia og stundar rannsóknarnám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Á ráðgjafarsviði KPMG á Íslandi starfa um sextíu ráðgjafar. Vistaskipti Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu, en Rut hefur þegar hafið störf á ráðgjafarsviði í innri endurskoðun og áhættustjórnun. „Hún hefur starfað við eftirlit og ráðgjöf á fjármála- og verðbréfamarkaði í um 20 ár. Hún starfaði áður hjá Íslandsbanka í 13 ár og stýrði þar regluvörslusviði bankans en þar áður starfaði hún hjá Fjármálaeftirlitinu við eftirlit með fjármálafyrirtækjum, útgefendum, vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum. Rut er lögfræðingur frá HÍ og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún lauk MBA námi frá UIBS, Barcelona, og hefur einnig lokið verðbréfaréttindaprófi ásamt því að vera viðurkenndur stjórnarmaður. Rúna Guðrún Loftsdóttir Rúna mun sérhæfa sig í Microsoft 365 ráðgjöf og hagnýtingu Microsoft lausna og þjónustu. Hún hefur unnið að Microsoft innleiðingarverkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Einnig starfar Rúna hjá Opna Háskólanum í Reykjavík við fræðslu í Microsoft lausnum, ásamt því að kenna þar upplýsingatækni í verkefnastjórnunarnámi APME. Rúna hóf störf hjá KPMG í maí 2023. Áður var hún sjálfstætt starfandi hjá fyrirtæki sínu, Decasoft en Rúna hefur sinnt verkefnum við innleiðingar ITIL ferla og verklags, unnið að þjónustuhönnun, verkefnastjórn við innleiðingar á kerfum og lausnum, ásamt Microsoft 365 ráðgjöf og fræðslu. Rúna hefur áður starfað hjá Alvogen/Alvotech, Össur hf., Advania og Upplýsingatæknisviði Reykjavíkurborgar. Rúna er með IPMA vottun í verkefnastjórn, ITIL4 vottun í ferlum og verklagi í upplýsingatækni og Microsoft kerfisstjórn. Skúli Valberg Ólafsson Skúli hóf störf á ráðgjafarsviði í haust. Hann hefur áratuga reynslu sem leiðtogi, stjórnandi og ráðgjafi í upplýsingatækni- og fjármálageiranum auk þess að taka virka þátt í nýsköpun. Skúli hefur sérhæft sig í stjórnunaraðferðum og skipulagi fyrirtækja og stofnana í stafræna hagkerfinu, breytingastjórnun og innleiðingu breytinga með markmiðadrifnu skipulagi. Skúli starfaði áður m.a. með Kolibri, Raiffeisen Bank International, Straumi – Burðarás fjárfestingabanka, OZ.com og EJS og hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Skúli er með gráður í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá University of Florida, MBA frá Háskólanum í Reykjavík, Diploma Digital Business frá MIT/Columbia og stundar rannsóknarnám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Á ráðgjafarsviði KPMG á Íslandi starfa um sextíu ráðgjafar.
Vistaskipti Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Sjá meira