Viðskipti innlent

Þor­valdur til Einingaverksmiðjunnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þorvaldur Helgi Auðunsson.
Þorvaldur Helgi Auðunsson.

Þorvaldur Helgi Auðunsson hefur verið ráðinn aðfanga-og birgðastjóri hjá Einingaverksmiðjunni. Hann hefur þegar hafið störf.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Þorvaldur komi til Einingaverksmiðjunnar úr sjálfstæðum atvinnurekstri. Þar hafi hann aðallega starfað við innkaup, flutninga- og vörustýringu síðustu ár.

Þorvaldur er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var meðal annars innkaupa- og flutningsstjóri hjá United Silicon í þrjú ár. Þá vann hann sem sérfræðingur hjá Icelandair, MAERSK Line, Rio Tinto auk þess sem hann starfaði sem slökkviliðsstjóri á Akureyri.

Þorvaldur er með B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands, M.Sc. í verkfræði frá Háskólanum í Lundi og M.Sc. í alþjóðafjármálum- og bankastarfsemi frá Háskólanum í Reykjavík.

„Það er einstaklega ánægjulegt að fá Þorvald til liðs við okkur hjá Einingaverksmiðjunni. Víðtæk reynsla hans úr atvinnulífinu og sérfræðiþekking hans á aðfangakeðjunni og Lean, mun styrkja teymið okkar enn frekar. Við bjóðum hann velkominn í hópinn,“ segir Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×