Viðskipti innlent

Ís­búð Vestur­bæjar á Grens­ás­vegi lokað í dag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ísbúð Vesturbæjar verður ekki áfram á Grensásvegi heldur verður starfsemin flutt í Grímsbæ.
Ísbúð Vesturbæjar verður ekki áfram á Grensásvegi heldur verður starfsemin flutt í Grímsbæ.

Ísbúð Vesturbæjar við Grensásveg verður lokað í dag. Starfsemin verður flutt í nýja ísbúð í Grímsbæ en það er ekki vitað hvenær hún verður opnuð. Starfsmaður segir daginn hafa verið heldur rólegan.

Fréttastofa ræddi við Laurens Verheijden, starfsmann ísbúðarinnar á Grensásvegi, sem staðfesti að dagurinn í dag væri síðasti dagurinn á Grensásvegi.

Aðspurður hvort það hefði verið meira að gera en vanalega sagði Laurens að svo hefði ekki verið. 

„Dagurinn hefur verið rólegur,“ sagði hann og bætti við „ég held að það sé vegna kuldans. Það hefur fækkað vegna kuldans undanfarið.“

@isbudvesturbaejar Seinasti séns til að kveðja Ísbúð Vesturbæjar á Grensásvegi, við tökum vel á móti ykkur! Pssst það styttist í opnun í Grímsbæ #icecream #vestó #ísbúðvesturbæjar #ísbúð original sound - Ísbúð Vesturbæjar

„Ég heyrði frá fullt af fólki að það hefði áhuga á að mæta af því dagurinn í dag væri sá síðasti en það er enginn sjáanlegur munur,“ sagði hann. Þá vakti TikTok-myndband ísbúðarinnar þó nokkra athygli en það hefði heldur ekki skilað sér.

Að sögn Laurens er ekki vitað hvenær ísbúðin í Grímsbæ verður opnuð af því það taki einhverja daga að flytja allan tækjabúnaðinn og ísvélarnar. Það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi síðustu vikuna fyrir jól.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×