Fjármálaskilyrði hafa versnað Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2023 08:32 Ásgeir Jónsson gegnir embætti seðlabankastjóra. Vísir/Vilhelm Fjármálaskilyrði á Íslandi hafa versnað samhliða því sem hægt hefur á efnahagsumsvifum. Aftur á móti er skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað er við tekjur eða eiginfjárstöðu. Þetta er meðal þess sem fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að staðað nú skapi svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hafi sett. Fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk. „Þótt dregið hafi úr vexti útlána er geta þeirra góð til áframhaldandi miðlunar lánsfjár til heimila og fyrirtækja. Erlend markaðsfjármögnun bankanna er í góðum farvegi og á áætlun. Vanskil eru lítil og hafa aukist óverulega þrátt fyrir aukna verðbólgu, hækkun vaxta og þyngri greiðslubyrði. Í ljósi þessa ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%,“ segir í yfirlýsingunni. Skuldahlutfall hóflegt Nefndin segir að fjármálaskilyrði hafi versnað samhliða því sem hægt hafi á efnahagsumsvifum í landinu. Aftur á móti sé skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað sé við tekjur eða eiginfjárstöðu. „Sú staða skapar svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hefur sett. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir eru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði. Nefndin leggur því áherslu á að lagaleg umgjörð um sjóðina og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra við miðlun fjármagns séu samanburðarhæfar við þær sem gerðar eru til annarra aðila á fjármálamarkaði. Nefndin styður framgang frumvarps um aukið rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem lagt hefur verið fram í samráðsgátt stjórnvalda. Mikilvægt er að huga heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, koma sem fyrst á óháðri innlendri greiðslumiðlun, styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og treysta rekstrarsamfellu.“ Eiginfjárauki óbreyttur Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis og staðfestir jafnfram kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. „Nefndin ákvað að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2% á allar áhættuskuldbindingar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Gera grein fyrir yfirlýsingunni klukkan 9:30 Þeir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum á Vísi. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að staðað nú skapi svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hafi sett. Fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk. „Þótt dregið hafi úr vexti útlána er geta þeirra góð til áframhaldandi miðlunar lánsfjár til heimila og fyrirtækja. Erlend markaðsfjármögnun bankanna er í góðum farvegi og á áætlun. Vanskil eru lítil og hafa aukist óverulega þrátt fyrir aukna verðbólgu, hækkun vaxta og þyngri greiðslubyrði. Í ljósi þessa ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%,“ segir í yfirlýsingunni. Skuldahlutfall hóflegt Nefndin segir að fjármálaskilyrði hafi versnað samhliða því sem hægt hafi á efnahagsumsvifum í landinu. Aftur á móti sé skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað sé við tekjur eða eiginfjárstöðu. „Sú staða skapar svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hefur sett. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir eru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði. Nefndin leggur því áherslu á að lagaleg umgjörð um sjóðina og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra við miðlun fjármagns séu samanburðarhæfar við þær sem gerðar eru til annarra aðila á fjármálamarkaði. Nefndin styður framgang frumvarps um aukið rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem lagt hefur verið fram í samráðsgátt stjórnvalda. Mikilvægt er að huga heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, koma sem fyrst á óháðri innlendri greiðslumiðlun, styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og treysta rekstrarsamfellu.“ Eiginfjárauki óbreyttur Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis og staðfestir jafnfram kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. „Nefndin ákvað að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2% á allar áhættuskuldbindingar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Gera grein fyrir yfirlýsingunni klukkan 9:30 Þeir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum á Vísi.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira