Þriðja hópuppsögnin á árinu hjá Spotify Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 08:13 Spotify hefur fækkað starfsfólki umtalsvert á þessu ári. EPA-EFE/HAYOUNG JEON Forsvarsmenn sænsku tónlistarveitunnar Spotify ætla að fækka starfsfólki sínu um sautján prósent. Daniel Ek, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti starfsfólki þetta í morgun. Það gera um 1500 starfsmanna. Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að að þetta þýði að sjötti hver starfsmaður fyrirtækisins gæti misst starf sitt. Í bréfi Ek til starfsfólks kemur fram að ástæðan sé versnandi efnahagshorfur og hagnaðartölur fyrirtækisins. Rúmlega 1800 manns vinna hjá fyrirtækinu í Svíþjóð en fyrirtækið hefur starfstöðvar í Bandaríkjunum og Bretlandi og vinna í heildina rúmlega níu þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ek segir að ákvörðunin sé þungbær. Ljóst sé að fullt af frábæru fólki muni þurfa að kveðja fyrirtækið. Ytri aðstæður hafi hins vegar orðið til þess að stjórnendur hafi þurft að taka þessa ákvörðun. Um er að ræða þriðju hópuppsögnina hjá fyrirtækinu á tiltölulega skömmum tíma. Í upphafi ársins var sexhundruð starfsmönnum sagt upp og í júní voru þeir tvöhundruð. Svíþjóð Spotify Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að að þetta þýði að sjötti hver starfsmaður fyrirtækisins gæti misst starf sitt. Í bréfi Ek til starfsfólks kemur fram að ástæðan sé versnandi efnahagshorfur og hagnaðartölur fyrirtækisins. Rúmlega 1800 manns vinna hjá fyrirtækinu í Svíþjóð en fyrirtækið hefur starfstöðvar í Bandaríkjunum og Bretlandi og vinna í heildina rúmlega níu þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ek segir að ákvörðunin sé þungbær. Ljóst sé að fullt af frábæru fólki muni þurfa að kveðja fyrirtækið. Ytri aðstæður hafi hins vegar orðið til þess að stjórnendur hafi þurft að taka þessa ákvörðun. Um er að ræða þriðju hópuppsögnina hjá fyrirtækinu á tiltölulega skömmum tíma. Í upphafi ársins var sexhundruð starfsmönnum sagt upp og í júní voru þeir tvöhundruð.
Svíþjóð Spotify Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent