„Enginn góður kostur í stöðunni“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:03 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Vísir/Vilhelm Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni. Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að fólk sé í auknum mæli að gefast upp á óverðtryggðum lánum og flýja í verðtryggð lán. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána jukust mikið á milli mánaða og eru nú um tvöfalt meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir þessa þróun hafa verið viðbúna vegna mikilla vaxtahækkana. Frestar vandanum „Ástæðan fyrir því að fólk fer þarna yfir er sú að þegar þú tekur nýtt lán verðtryggt lán eða endurfjármagnar óverðtryggða lánið með verðtryggðu þá lækkar þú greiðslubyrðina. En það er tímabundið, þú greiðir minna í hverjum mánuði vegna þess að þú ert að fresta ákveðnum vanda,“ segir Björn. Fólk sé að greiða hluta af eftirstöðvum og greiði vexti en geyma verðtrygginguna. „Það þýðir að með því að greiða af verðtryggðu láni þá borgarðu vissulega minna á mánuði en lánið verður dýrara þegar uppi er staðið. Þannig þetta er alls ekki ódýrara í heildina þó þetta geti verið var tímabundið.“ Greiða niður skuldir Verðtryggt lán sé alls ekki ódýrara þegar uppi er staðið en ákveðin frestun. „Ég held að það sé ágætt að við viðurkennum það bara að það sé enginn góður kostur í stöðunni og að gömlu lögmálin varðandi skuldir, að það borgi sig þegar uppi er að staðið að reyna greiða eins mikið og við ráðum við núna,“ segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að reyna borga meira inn til að vera ekki að ýta vandamálinu á undan. Til þess séu ýmsar leiðir til dæmis að stytta lánstímann, hafa jafnar afborganir í stað jafnra greiðslna auk þess að leggja séreignasparnað inn á lánið. Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01 Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að fólk sé í auknum mæli að gefast upp á óverðtryggðum lánum og flýja í verðtryggð lán. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána jukust mikið á milli mánaða og eru nú um tvöfalt meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir þessa þróun hafa verið viðbúna vegna mikilla vaxtahækkana. Frestar vandanum „Ástæðan fyrir því að fólk fer þarna yfir er sú að þegar þú tekur nýtt lán verðtryggt lán eða endurfjármagnar óverðtryggða lánið með verðtryggðu þá lækkar þú greiðslubyrðina. En það er tímabundið, þú greiðir minna í hverjum mánuði vegna þess að þú ert að fresta ákveðnum vanda,“ segir Björn. Fólk sé að greiða hluta af eftirstöðvum og greiði vexti en geyma verðtrygginguna. „Það þýðir að með því að greiða af verðtryggðu láni þá borgarðu vissulega minna á mánuði en lánið verður dýrara þegar uppi er staðið. Þannig þetta er alls ekki ódýrara í heildina þó þetta geti verið var tímabundið.“ Greiða niður skuldir Verðtryggt lán sé alls ekki ódýrara þegar uppi er staðið en ákveðin frestun. „Ég held að það sé ágætt að við viðurkennum það bara að það sé enginn góður kostur í stöðunni og að gömlu lögmálin varðandi skuldir, að það borgi sig þegar uppi er að staðið að reyna greiða eins mikið og við ráðum við núna,“ segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að reyna borga meira inn til að vera ekki að ýta vandamálinu á undan. Til þess séu ýmsar leiðir til dæmis að stytta lánstímann, hafa jafnar afborganir í stað jafnra greiðslna auk þess að leggja séreignasparnað inn á lánið.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01 Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01
Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30