Wolt mætt í Hveragerði og Selfoss Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2023 11:19 Selfyssingar mega eiga von á sendlum frá Wolt á hjólunum sínum á næstunni. Vísir/Vilhelm Heimsendingarþjónusturisinn Wolt hefur stækkað sendingarsvæði sitt og sinnir nú íbúum í Hveragerði og Selfossi. Wolt mætti í Reykjanesbæ í október. „Við höfum fengið frábærar móttökur hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi. Eftir að hafa breitt úr okkur um allt höfuðborgarsvæðið þá hófum við starfsemi í Reykjanesbæ í október og núna getum við loksins boðið leiftursnöggar heimsendingar fyrir heimili og fyrirtæki á Selfossi og í Hveragerði,“ segir Elisabeth Stenersen framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi í tilkynningu. Í upphafi séu Selfoss og Hveragerði sjálfstæð þjónustusvæði en svæðin verði mögulega sameinuð svo viðskiptavinir geti pantað vörur úr öðrum bænum yfir í hinn. Auk veitingastaða á borð við KFC, Takkó, Hipstur og Pylsuvaginn geta viðskiptavinir pantað nýskorin blóm frá Blómaborg, ís frá Bongó og bakkelsi og brauð frá Almari bakara. Í heildina býður Wolt heimsendingarþjónustu frá 24 fyrirtækjum á Selfossi og í Hveragerði. „Allt frá því við hófum rekstur á Íslandi þá höfum við stefnt að því að bjóða þjónustuna sem víðast og að gefa Íslendingum sama aðgengi að heimsendingarþjónustu og þekkist víða í stórborgum. Móttökurnar á Selfossi og í Hveragerði eru frábærar. Við bjóðum núna heimsendingu frá nánast öllum veitingastöðum á svæðinu sem er alveg einstakt. Við erum líka spennt fyrir því að geta bætt fleiri stöðum við til að efla vöruúrval og stuðla að uppbyggingu fyrirtækjanna á svæðinu,“ segir Elisabeth. Wolt hóf starfsemi í Reykjavík í byrjun maí. Hafnarfjörður og Mosfellsbær bættust við í ágúst og Reykjanesbær í október. Wolt segist nú ná til um 75 prósent þjóðarinnar eftir viðbótina í Hveragerði og Selfossi. Veitingastaðir Árborg Hveragerði Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
„Við höfum fengið frábærar móttökur hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi. Eftir að hafa breitt úr okkur um allt höfuðborgarsvæðið þá hófum við starfsemi í Reykjanesbæ í október og núna getum við loksins boðið leiftursnöggar heimsendingar fyrir heimili og fyrirtæki á Selfossi og í Hveragerði,“ segir Elisabeth Stenersen framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi í tilkynningu. Í upphafi séu Selfoss og Hveragerði sjálfstæð þjónustusvæði en svæðin verði mögulega sameinuð svo viðskiptavinir geti pantað vörur úr öðrum bænum yfir í hinn. Auk veitingastaða á borð við KFC, Takkó, Hipstur og Pylsuvaginn geta viðskiptavinir pantað nýskorin blóm frá Blómaborg, ís frá Bongó og bakkelsi og brauð frá Almari bakara. Í heildina býður Wolt heimsendingarþjónustu frá 24 fyrirtækjum á Selfossi og í Hveragerði. „Allt frá því við hófum rekstur á Íslandi þá höfum við stefnt að því að bjóða þjónustuna sem víðast og að gefa Íslendingum sama aðgengi að heimsendingarþjónustu og þekkist víða í stórborgum. Móttökurnar á Selfossi og í Hveragerði eru frábærar. Við bjóðum núna heimsendingu frá nánast öllum veitingastöðum á svæðinu sem er alveg einstakt. Við erum líka spennt fyrir því að geta bætt fleiri stöðum við til að efla vöruúrval og stuðla að uppbyggingu fyrirtækjanna á svæðinu,“ segir Elisabeth. Wolt hóf starfsemi í Reykjavík í byrjun maí. Hafnarfjörður og Mosfellsbær bættust við í ágúst og Reykjanesbær í október. Wolt segist nú ná til um 75 prósent þjóðarinnar eftir viðbótina í Hveragerði og Selfossi.
Veitingastaðir Árborg Hveragerði Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira