Wolt mætt í Hveragerði og Selfoss Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2023 11:19 Selfyssingar mega eiga von á sendlum frá Wolt á hjólunum sínum á næstunni. Vísir/Vilhelm Heimsendingarþjónusturisinn Wolt hefur stækkað sendingarsvæði sitt og sinnir nú íbúum í Hveragerði og Selfossi. Wolt mætti í Reykjanesbæ í október. „Við höfum fengið frábærar móttökur hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi. Eftir að hafa breitt úr okkur um allt höfuðborgarsvæðið þá hófum við starfsemi í Reykjanesbæ í október og núna getum við loksins boðið leiftursnöggar heimsendingar fyrir heimili og fyrirtæki á Selfossi og í Hveragerði,“ segir Elisabeth Stenersen framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi í tilkynningu. Í upphafi séu Selfoss og Hveragerði sjálfstæð þjónustusvæði en svæðin verði mögulega sameinuð svo viðskiptavinir geti pantað vörur úr öðrum bænum yfir í hinn. Auk veitingastaða á borð við KFC, Takkó, Hipstur og Pylsuvaginn geta viðskiptavinir pantað nýskorin blóm frá Blómaborg, ís frá Bongó og bakkelsi og brauð frá Almari bakara. Í heildina býður Wolt heimsendingarþjónustu frá 24 fyrirtækjum á Selfossi og í Hveragerði. „Allt frá því við hófum rekstur á Íslandi þá höfum við stefnt að því að bjóða þjónustuna sem víðast og að gefa Íslendingum sama aðgengi að heimsendingarþjónustu og þekkist víða í stórborgum. Móttökurnar á Selfossi og í Hveragerði eru frábærar. Við bjóðum núna heimsendingu frá nánast öllum veitingastöðum á svæðinu sem er alveg einstakt. Við erum líka spennt fyrir því að geta bætt fleiri stöðum við til að efla vöruúrval og stuðla að uppbyggingu fyrirtækjanna á svæðinu,“ segir Elisabeth. Wolt hóf starfsemi í Reykjavík í byrjun maí. Hafnarfjörður og Mosfellsbær bættust við í ágúst og Reykjanesbær í október. Wolt segist nú ná til um 75 prósent þjóðarinnar eftir viðbótina í Hveragerði og Selfossi. Veitingastaðir Árborg Hveragerði Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
„Við höfum fengið frábærar móttökur hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi. Eftir að hafa breitt úr okkur um allt höfuðborgarsvæðið þá hófum við starfsemi í Reykjanesbæ í október og núna getum við loksins boðið leiftursnöggar heimsendingar fyrir heimili og fyrirtæki á Selfossi og í Hveragerði,“ segir Elisabeth Stenersen framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi í tilkynningu. Í upphafi séu Selfoss og Hveragerði sjálfstæð þjónustusvæði en svæðin verði mögulega sameinuð svo viðskiptavinir geti pantað vörur úr öðrum bænum yfir í hinn. Auk veitingastaða á borð við KFC, Takkó, Hipstur og Pylsuvaginn geta viðskiptavinir pantað nýskorin blóm frá Blómaborg, ís frá Bongó og bakkelsi og brauð frá Almari bakara. Í heildina býður Wolt heimsendingarþjónustu frá 24 fyrirtækjum á Selfossi og í Hveragerði. „Allt frá því við hófum rekstur á Íslandi þá höfum við stefnt að því að bjóða þjónustuna sem víðast og að gefa Íslendingum sama aðgengi að heimsendingarþjónustu og þekkist víða í stórborgum. Móttökurnar á Selfossi og í Hveragerði eru frábærar. Við bjóðum núna heimsendingu frá nánast öllum veitingastöðum á svæðinu sem er alveg einstakt. Við erum líka spennt fyrir því að geta bætt fleiri stöðum við til að efla vöruúrval og stuðla að uppbyggingu fyrirtækjanna á svæðinu,“ segir Elisabeth. Wolt hóf starfsemi í Reykjavík í byrjun maí. Hafnarfjörður og Mosfellsbær bættust við í ágúst og Reykjanesbær í október. Wolt segist nú ná til um 75 prósent þjóðarinnar eftir viðbótina í Hveragerði og Selfossi.
Veitingastaðir Árborg Hveragerði Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira