Tímamót hjá Curry og Orlando batt enda á fjórtán leikja taphrinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 09:33 Giannis Antetokounmpo í baráttunni í leiknum í nótt. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu og þá gerði Cleveland Cavaliers góða ferð vestur til Oakland. Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina. NBA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina.
NBA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira