Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:01 Árni Oddur Þórðarsson er afar ósáttur við framgöngu Arion banka eftir að bankinn leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest. Bankinn á eftir innlausnina næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu og þar að leiðandi 1,2 prósent í Marel. Vísir Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður í Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi hefur hann sinnt síðustu tíu ár. Hann sendi frá fréttatilkynningu í gærkvöldi um að að hann hefði nú ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest fjárfestingarfélagi. Það félag hefur verið stærsti hluthafi Marel síðan árið 2005 og fer nú með tæplega fjórðungs hlut í því félagi. Í tilkynningu Árna frá í gær kemur fram að Arion banki hafi gripið til þess að innleysa hlutabréf hans í Eyri Invest þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánssamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. Árni hafi verið í viðræðum við bankann síðustu vikur og hafi látið allar sínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánssamningi. Í tilkynningu Árna kemur fram að bankinn hafi bætt við óaðgengilegum kröfum við lánssamning hans og hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna. Fram kemur að bankinn hafi leyst bréfin til sín samkvæmt virði eigna samkvæmt lánssamningi 31. október en hafi enn ekki skilað umframvirði eigna. Arion eignast næstum fimm prósent í Eyri Invest Gengi í Marel stærstu eign Eyris Invest var þann 31. október þegar vendingarnar fara fram, samkvæmt Kauphöll 383 á hvern hlut en hlutabréfaverð félagsins hafa hríðfallið síðustu tvö ár, um næstum sextíu prósent. Arion banki eignaðist því eftir þessar vendingar um 4,87 hlut í Eyri Invest sem samsvarar 1,2 prósenta hlut í Marel. Árni Oddur segir að þessari innlausn bankans hafi mótmælt af lögmönnum hans og málið verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Virðisrýrnun Marel í Kauphöllinni hefur haft áhrif á fleiri eignir Árna Odds en Innherji greindi frá því í október á þessu ári að eignarhaldsfélag hans hafi tapað einum komma einum milljarði króna eftir verðfall á bréfum Marels. Þá kom fram að samanlagður hlutur Árna í Eyri Invest hefði verið um 18 prósent í ársbyrjun 2023. Arion segist fara að skýrum reglum Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini en í svari kemur fram að bankinn starfi eftir skýrum reglum og ferlum um lánveitingar. Almennt má segja um lánssamninga fjármálastofnanna vegna lána einstaklinga fyrir hlutabréfum að þeir eru með þeim skilmálum að fari hlutabréfverð sem lánað er fyrir niður fyrir ákveðin mörk þá framkvæmir lánastofnunin svokallað veðkall. Þá getur lántakandi komið með auknar tryggingar fyrir láninu. Ef þær nægja hins vegar ekki leysir fjármálastofnun hlutabréfin til sín og selur svo áfram. Arion banki Marel Fjármálamarkaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður í Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi hefur hann sinnt síðustu tíu ár. Hann sendi frá fréttatilkynningu í gærkvöldi um að að hann hefði nú ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest fjárfestingarfélagi. Það félag hefur verið stærsti hluthafi Marel síðan árið 2005 og fer nú með tæplega fjórðungs hlut í því félagi. Í tilkynningu Árna frá í gær kemur fram að Arion banki hafi gripið til þess að innleysa hlutabréf hans í Eyri Invest þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánssamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. Árni hafi verið í viðræðum við bankann síðustu vikur og hafi látið allar sínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánssamningi. Í tilkynningu Árna kemur fram að bankinn hafi bætt við óaðgengilegum kröfum við lánssamning hans og hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna. Fram kemur að bankinn hafi leyst bréfin til sín samkvæmt virði eigna samkvæmt lánssamningi 31. október en hafi enn ekki skilað umframvirði eigna. Arion eignast næstum fimm prósent í Eyri Invest Gengi í Marel stærstu eign Eyris Invest var þann 31. október þegar vendingarnar fara fram, samkvæmt Kauphöll 383 á hvern hlut en hlutabréfaverð félagsins hafa hríðfallið síðustu tvö ár, um næstum sextíu prósent. Arion banki eignaðist því eftir þessar vendingar um 4,87 hlut í Eyri Invest sem samsvarar 1,2 prósenta hlut í Marel. Árni Oddur segir að þessari innlausn bankans hafi mótmælt af lögmönnum hans og málið verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Virðisrýrnun Marel í Kauphöllinni hefur haft áhrif á fleiri eignir Árna Odds en Innherji greindi frá því í október á þessu ári að eignarhaldsfélag hans hafi tapað einum komma einum milljarði króna eftir verðfall á bréfum Marels. Þá kom fram að samanlagður hlutur Árna í Eyri Invest hefði verið um 18 prósent í ársbyrjun 2023. Arion segist fara að skýrum reglum Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini en í svari kemur fram að bankinn starfi eftir skýrum reglum og ferlum um lánveitingar. Almennt má segja um lánssamninga fjármálastofnanna vegna lána einstaklinga fyrir hlutabréfum að þeir eru með þeim skilmálum að fari hlutabréfverð sem lánað er fyrir niður fyrir ákveðin mörk þá framkvæmir lánastofnunin svokallað veðkall. Þá getur lántakandi komið með auknar tryggingar fyrir láninu. Ef þær nægja hins vegar ekki leysir fjármálastofnun hlutabréfin til sín og selur svo áfram.
Arion banki Marel Fjármálamarkaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira