Innherji

Opin­ber sjóðasjóður sem fjár­festir ekki bara í Dan­mörku breytti miklu

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Hvernig hlúum við að einhyrningum?“ spurði Tommy Andersen, stofnandi vísisjóðsins byFounders, og svaraði: Það þarf að vera greiður aðgengur að erlendu starfsfólki. Í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi er ekki nóg af fólki og það er lítið atvinnuleysi. „Við erum að garga á dönsk stjórnvöld að opna fyrir erlent starfsfólk.“
„Hvernig hlúum við að einhyrningum?“ spurði Tommy Andersen, stofnandi vísisjóðsins byFounders, og svaraði: Það þarf að vera greiður aðgengur að erlendu starfsfólki. Í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi er ekki nóg af fólki og það er lítið atvinnuleysi. „Við erum að garga á dönsk stjórnvöld að opna fyrir erlent starfsfólk.“ samsett

Einn af lykilþáttum þess að efla nýsköpunarumhverfið í Danmörku var að koma á laggirnar opinberum sjóði sem fjárfestir í vísisjóðum sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðasjóðurinn fjárfestir ekki einungis í dönskum vísisjóðum heldur einnig í alþjóðlegum sjóðum í von um að hluti af fjármagninu muni rata til danskra fyrirtækja, sagði Tommy Andersen, meðstofnandi að danska vísisjóðnum byFounders, en hann hefur veitt dönskum og íslenskum stjórnvöld ráðgjöf um sprotaumhverfið.


Tengdar fréttir

Vísisjóðir á eftir sprotum sem seldir verða fyrir meira en 100 milljónir dala

Fjögur íslensk fyrirtæki, sem eitt sinn voru sprotar, hafa verið seld fyrir meira en 100 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Vísisjóðir þurfa að selja einhver fyrirtæki í eignasafninu fyrir slíkar fjárhæðir til að ná góðri ávöxtun. Innlendir vísisjóðir eru með rúmlega 140 erlenda meðfjárfesta í fyrirtækjunum sem þeir styðja við, segir stjórnandi vísisjóðs.

Ari Helg­a­son: Fjár­fest­ing­ar vís­i­sjóð­a í loft­lags­tækn­i far­ið hratt vax­and­i

Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition.

Vísi­sjóðir með fulla vasa fjár eftir tíma­bil sem var „orðið hálf klikkað“

Íslenski vísisjóðir, sem söfnuðu metfjármunum í nýjustu sjóði sína 2021 þegar vextir voru sögulega lágir, eru enn stútfullir af fjármagni þrátt fyrir að hafa fjárfest í fyrirtækjum fyrir um þrettán milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjóðirnir starfa nú í gjörbreyttu umhverfi þar sem verðlagning á sprotafyrirtækjum hefur lækkað verulega og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að afla sér fjármagns. Við erum að koma út úr tímabili sem var „orðið hálf klikkað,“ útskýrir sjóðstjóri, og eðlilega muni núna hægja á sölum á sprotafyrirtækjum.

Eyr­­ir færð­­i sprot­­a­fj­ár­­fest­­ing­­ar nið­­ur um millj­arð­a eft­ir erf­itt ár á mörk­uð­um

Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð.  

Aldrei meir­a fjár­fest í ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um en árið 2022

Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Það ætti ekki að koma á óvart að met hafi verið slegið í ljósi þess að fimm vísisjóðir söfnuðu miklum fjárhæðum árið áður. Erlendir fjárfestar fjármagna vaxtarskeið fyrirtækjanna en innlendir fjárfestar styðja við þau þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þetta segir ritstjóri Northstack, fréttavefs á ensku um nýsköpun hérlendis.

Ís­land er í öðru sæti í vís­ifj­ár­fest­ing­um mið­að við höfð­a­töl­u

Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn.

Rík­ast­i Finn­inn, sjóð­ur Paul Gett­ys og Seq­u­o­i­a fjárfestu í vísisjóði Ara og Davíðs

Á meðal fjárfesta í vísisjóði á sviði loftlagsmála sem bræðurnir Ari og Davíð Helgasynir stofnuðu eru J. Paul Getty Trust, ríkasti maður Finnlands og stofnandi finnska leikjafyrirtækisins Supercell sem gaf meðal annars út Clash of Clans. Að auki fjárfesti vísisjóður á vegum Sequoia Capital, einu þekktasta fjárfestingafélagi í heimi þegar kemur að styðja við nýsköpunarfélög, í Transition.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×