Aur gefur út debetkort með endurgreiðslu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2023 10:23 Aur opnar bankaþjónustu í fyrsta sinn. Kvika Aur, sem er í eigu Kviku, hefur opnað nýja bankaþjónustu og fullyrðir bankinn að boðið sé upp á bestu kjörin á debetkortum. Debetkortin eru án allra gjalda og þau fyrstu með endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Kviku. Neytendur njóta ávinningsins af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum, segir forstjóri Kviku. Í tilkynningu frá Kviku segir að Aur muni bjóða upp á hagstæðustu debetkortareikninga sem völ er á. Reikningarnir eru með 4 prósent vöxtum sem greiddir eru mánaðarlega og engu stofngjaldi, árgjaldi né færslugjöldum. Þá fá korthafar Aurs 2,6 prósent endurgreiðslu af erlendum greiðslum og allt að 10 prósent endurgreiðslu þegar verslað er hjá Vinum Aurs. Endurgreiðslurnar eru í formi Klinks, vildarkróna Aurs, sem viðskiptavinir geta notað til að borga með á markaðstorgi Aurs, breytt í sparnað hjá Auði eða sent áfram á vini, að því er segir í tilkynningunni. „Síðustu misseri hefur verið unnið hörðum höndum að því að þróa nýja bankaþjónustu hjá Aur og nú kynnum við bestu mögulegu kjör á debetkortareikningum, auk þess sem viðskiptavinir fá borgað til baka fyrir að nota kortið,“ segir Sverrir Hreiðarsson, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku. „Með tilkomu Auðar á sínum tíma breytti Kvika markaðnum fyrir sparnaðarreikninga og bauð allt að tvöfalt betri vexti en þekktust. Neytendur tóku þessari nýju þjónustu vel enda eru viðskiptavinir Auðar rúmlega 45 þúsund talsins. Nú er komið að því að breyta almennri bankaþjónustu, debetkortamarkaðnum – neytendum til hagsbóta. Erlend debetkortavelta er 114 milljarðar króna á ári og endurgreiðsluhlutfall Aurs jafngilti þremur milljörðum af þeirri upphæð.“ Notendur Aurs 125 þúsund talsins Fram kemur í tilkynningu Kviku að Aur hafi verið stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga með því einu að nota símanúmer. Notendur Aurs séu nú um 125 þúsund. „Markmið Kviku er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og einfalda fjármál viðskiptavina. Aur hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi og með nýju bankaþjónustunni er enn eitt skrefið tekið á þeirri vegferð þar sem boðið verður upp á þjónustu sem hefur ekki verið áður í boði á íslenskum markaði. Lítil yfirbygging og vel útfærðar tæknilausnir gera okkur kleift að bjóða upp á betri kjör og snjallari nálgun en þekkist,“ segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Þá býður Aur meðal annars upp á kreditkort með 0,5 prósent endurgreiðslu af allri verslun. Þar er einnig vildarkerfið Klink, Klíkan sem heldur utan um kostnað og uppgjör sameiginlegra útgjalda vina og hópa, 5x greiðsludreifingu þar sem hægt er að dreifa kortafærslum, vörukaupum eða ógreiddum reikningum í fimm greiðslur og þrenns kongar tryggingar svo fátt eitt sé nefnt. Kvika banki Íslenskir bankar Fjártækni Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Í tilkynningu frá Kviku segir að Aur muni bjóða upp á hagstæðustu debetkortareikninga sem völ er á. Reikningarnir eru með 4 prósent vöxtum sem greiddir eru mánaðarlega og engu stofngjaldi, árgjaldi né færslugjöldum. Þá fá korthafar Aurs 2,6 prósent endurgreiðslu af erlendum greiðslum og allt að 10 prósent endurgreiðslu þegar verslað er hjá Vinum Aurs. Endurgreiðslurnar eru í formi Klinks, vildarkróna Aurs, sem viðskiptavinir geta notað til að borga með á markaðstorgi Aurs, breytt í sparnað hjá Auði eða sent áfram á vini, að því er segir í tilkynningunni. „Síðustu misseri hefur verið unnið hörðum höndum að því að þróa nýja bankaþjónustu hjá Aur og nú kynnum við bestu mögulegu kjör á debetkortareikningum, auk þess sem viðskiptavinir fá borgað til baka fyrir að nota kortið,“ segir Sverrir Hreiðarsson, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku. „Með tilkomu Auðar á sínum tíma breytti Kvika markaðnum fyrir sparnaðarreikninga og bauð allt að tvöfalt betri vexti en þekktust. Neytendur tóku þessari nýju þjónustu vel enda eru viðskiptavinir Auðar rúmlega 45 þúsund talsins. Nú er komið að því að breyta almennri bankaþjónustu, debetkortamarkaðnum – neytendum til hagsbóta. Erlend debetkortavelta er 114 milljarðar króna á ári og endurgreiðsluhlutfall Aurs jafngilti þremur milljörðum af þeirri upphæð.“ Notendur Aurs 125 þúsund talsins Fram kemur í tilkynningu Kviku að Aur hafi verið stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga með því einu að nota símanúmer. Notendur Aurs séu nú um 125 þúsund. „Markmið Kviku er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og einfalda fjármál viðskiptavina. Aur hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi og með nýju bankaþjónustunni er enn eitt skrefið tekið á þeirri vegferð þar sem boðið verður upp á þjónustu sem hefur ekki verið áður í boði á íslenskum markaði. Lítil yfirbygging og vel útfærðar tæknilausnir gera okkur kleift að bjóða upp á betri kjör og snjallari nálgun en þekkist,“ segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Þá býður Aur meðal annars upp á kreditkort með 0,5 prósent endurgreiðslu af allri verslun. Þar er einnig vildarkerfið Klink, Klíkan sem heldur utan um kostnað og uppgjör sameiginlegra útgjalda vina og hópa, 5x greiðsludreifingu þar sem hægt er að dreifa kortafærslum, vörukaupum eða ógreiddum reikningum í fimm greiðslur og þrenns kongar tryggingar svo fátt eitt sé nefnt.
Kvika banki Íslenskir bankar Fjártækni Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira