Innherji

Fjár­­festar með „augun á bak­­sýnis­­speglinum“ og sjá ekki tæki­­færi Kviku

Hörður Ægisson skrifar
Vogunarsjóðurinn Algildi, sem hefur ríflegar fárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, var um þrír milljarðar að stærð um síðustu áramót en hefur minnkað nokkuð að stærð samhliða neikvæðri gengisþróun á þessu ári.
Vogunarsjóðurinn Algildi, sem hefur ríflegar fárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, var um þrír milljarðar að stærð um síðustu áramót en hefur minnkað nokkuð að stærð samhliða neikvæðri gengisþróun á þessu ári. VÍSIR/VILHELM

Fjárfestar eru með „augun á baksýnisspeglinum“ gagnvart Kviku, þar sem þeir horfa framhjá tækifærum til sóknar á bankamarkaði eftir mikla fjárfestingu í fjártæknilausnum, og hratt lækkandi markaðsvirði bankans endurspeglar nú „engan veginn“ undirliggjandi virði í eignum félagsins, að mati vogunarsjóðsstjóra sem hefur byggt upp stöðu í bankanum. Þá segir hann Sýn vera „eitt undirverðlagðasta félagið“ á markaði um þessar mundir og metur mögulegt virði auglýsingamiðla fyrirtækisins á um eða yfir fimm milljarða.


Tengdar fréttir

Gagnrýnir lífeyrissjóði og segir að þeir hafi „frekar ýtt undir vandann“ á markaði

Aðstæður á innlendum fjármálamörkuðum á árinu hafa verið „með því verra sem sést hefur“ frá fjármálahruninu 2008 þar sem meðal annars smæð markaðarins, lítill sem enginn seljanleiki og mikið útflæði fjármagns hefur valdið „ákveðnum markaðsbresti“ og ýkt sveiflur á gengi félaga í báðar áttir, að sögn vogunarsjóðstjóra. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina, sem eiga liðlega helming af öllum skráðum hlutabréfum, fyrir sinnuleysi gagnvart hlutabréfamarkaðinum með því að beita sér lítið við þessar krefjandi aðstæður og „frekar ýtt undir vandann.“

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi kominn með nærri sex prósenta hlut í Sýn

Vogunarsjóðurinn Algildi er kominn í hóp stærri hluthafa fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar eftir að hafa byggt upp að undanförnu tæplega sex prósenta stöðu í félaginu. Hlutabréfaverð Sýnar, sem fór mest niður um liðlega 17 prósent á skömmum tíma fyrr í þessum mánuði, hefur rétt lítillega úr kútnum á síðustu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×