Viðskipti innlent

Nýr for­stöðu­maður hjá Arion kemur frá Lands­bankanum

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir.
Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir. Arion

Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fasteigna og innviða hjá fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka. Hún kemur til Arion frá Landsbankanum.

Í tilkynningu segir að Guðmunda Ósk hafi starfað á vettvangi fjármála frá árinu 1999. 

„Á árunum 2007 til 2015 var hún viðskiptastjóri hjá Landsbankanum með áherslu á fyrirtæki í iðnaði, verslun og þjónustu. Eftir ársdvöl við framkvæmdastjórn fjármálasviðs 365 miðla tók hún aftur við fyrra starfi hjá Landsbankanum og gegndi því þar til nú.

Guðmunda er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×