Stigahæsta íslenska stelpan í deildinni ekki valin í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 09:30 Kolbrún María Ármannsdóttir er aðeins fimmtán ára gömul en hefur farið á kostum í Subway deild kvenna í vetur. S2 Sport Körfuboltakvöld fór aðeins yfir nýjasta landsliðsvalið í gær en Subway deild kvenna er á leiðinni í smá hlé vegna landsliðsverkefna. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira