Viðskipti innlent

Nýr fasteignavefur Vísis í loftið

Boði Logason skrifar
Nýr fasteignavefur fór í loftið á Vísi í morgun.
Nýr fasteignavefur fór í loftið á Vísi í morgun. Vilhlem

Nýr fasteignavefur á Vísi er kominn í loftið en í ár eru fimmtán ár síðan að vefurinn fór fyrst í loftið. Fasteignavefur Vísis er vinsælasti fasteignavefur landsins.

Vefurinn hefur verið endurhannaður frá toppi til táar, ef svo má að orði komast, sem gerir hann öruggari og hraðari. Vefurinn nýtir núna breidd tölvuskjáa mun betur en áður og myndir af fasteignum eru stærri og greinilegri. 

Leitarmöguleikar eigna hafa verið bættir verulega þannig að notendur geta leitað eftir nánari skilyrðum en áður. Þá er kominn inn lánareiknir á hverja eign þar sem notendur vefsins geta leitað með hlutlausum hætti eftir hagstæðasta láni sem býðst miðað við þær forsendur sem að lántaki setur.

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sem á og rekur vefinn, segir í samtali við Vísi að það hafi verið kominn tími á uppfærslu og lagfæringar á vefnum, sem fagnar 15 ára afmæli í ár.

„Á þessum fimmtán árum hefur vefurinn vaxið og dafnað og er í dag mest sótti fasteignavefur landsins með um 23 þúsund daglegar heimsóknir. Við vinnuna að endurnýja vefinn höfum við haft með okkur fólk sem notar fasteignavefinn reglulega en það er gaman að viss hópur fer daglega inn á vefinn og er duglegur að koma með góðar ábendingar.“

Hægt er að skoða nýjan fasteignavef Vísis hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×