Handbolti

Þetta eru þeir á­tján leik­menn sem fara á HM fyrir Ís­lands hönd

Aron Guðmundsson skrifar
Brátt mun íslenska kvennalandsliðið í hanbolta halda út á HM.
Brátt mun íslenska kvennalandsliðið í hanbolta halda út á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Arnar Péturs­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í hand­bolta hefur valið þá á­tján leik­menn sem munu fara sem full­trúar Ís­lands á komandi heims­meistara­mót sem fer fram í Dan­mörku, Noregi og Sví­þjóð.

Þetta er í fyrsta skipti í tólf ár sem Ís­land er á meðal þátt­töku­þjóða á HM kvenna í hand­bolta.

Ís­lenska lands­liðið mun spila í D-riðli mótsins og er þar með í Frakk­landi, Angóla og Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Stavangri í Noregi.

Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sér sæti í milli­riðlum HM.

HM hópur íslenska landsliðsins: 

Markverðir:

  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir (EH Aalborg, 44 leikir, 1 mark)
  • Hafdís Renötudóttir (Valur, 45 leikir, 2 mörk)

Vinstra horn:

  • Lilja Ágústsdóttir (Valur, 10 leikir, 4 mörk)
  • Perla Ruth Albertsdóttir (Selfoss,34 leikir, 53 mörk)

Vinstri skytta:

  • Andrea Jacobsen (Silkeborg-Voeel, 41 leikur og 46 mörk)
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (Skara HF, 6 leikir og 8 mörk)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur, 4 leikir og 11 mörk)

Hægri skytta:

  • Díana Dögg Magnúsdóttir (BSV Sachsen Zwickau, 40 leikir, 48 mörk)
  • Thea Imani Sturludóttir (Valur, 64 leikir og 124 mörk)

Hægra horn:

  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur, 38 leikir og 21 mark)
  • Þórey Rósa Stefánsdóttir (Fram, 123 leikir og 348 mörk)

Miðja:

  • Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar, 8 leikir og 8 mörk)
  • Sandra Erlingsdóttir (TUS Metzingen 22 leikir og 95 mörk)

Línu og varnarmenn:

  • Hildigunnur Einarsdóttir (Valur, 96 leikir og 108 mörk)
  • Katrín Tinna Jensdóttir (Skara HF 5 leikir)
  • Berglind Þorsteinsdóttir (FRAM, 11 leikir og 5 mörk)
  • Elísa Elíasdóttir (ÍBV, 4 leikir)
  • Sunna Jónsdóttir (ÍBV, 77 leikir og 59 mörk)

Leikir Íslands í riðlakeppni HM: 

30. nóvember: Ísland - Slóvenía

2. desember: Ísland - Frakkland 

4. desember: Ísland - Angóla 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×