Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 14:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vill gjalda varhug við því sem segir í síðasta stöðugleikariti Seðlabankans, þar sem hvatt er til lagabreytinga þess efnis að seljendum vöru og þjónustu sé í sjálfsvald sett hvort þeir taki við kortum eða seðlum. vísir/sigurjón Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. „Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki. Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
„Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki.
Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira