Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 14:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vill gjalda varhug við því sem segir í síðasta stöðugleikariti Seðlabankans, þar sem hvatt er til lagabreytinga þess efnis að seljendum vöru og þjónustu sé í sjálfsvald sett hvort þeir taki við kortum eða seðlum. vísir/sigurjón Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. „Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki. Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira
„Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki.
Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent