Hann segir að Play hafi litið vel út á yfirstandandi ársfjórðungi en niðurstaðan hafi ekki komið í ljós fyrr en niðurstöðurnar voru kynntar.
„Samkvæmt mínum gögnum er þetta í fyrsta skipti sem evrópskt lággjaldaflugfélag, sem starfar á hinum mjög svo samkeppnishæfa Norður-Atlantshafsmarkaði, hefur skilað arðbærri ársfjórðungsniðurstöðu (á hagnaði eftir skatta). Vel gert hjá Play og „skál,“ eins og ég býst við að hafi verið gert til að fagna áfanganum,“ segir Hans Jørgen í færslu á Linkedin og bætir við að spennandi verði að sjá niðurstöður úr uppgjöri þriðja ársfjórðungs lággjaldaflugfélagsins Norse Atlantic, sem kynnt verður 31. október næstkomandi.