Körfuboltakvöld um bekkjarglens Maté: „Settu báða Finnana á bekkinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 23:16 Dalmay Maté, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét „Hann endaði með 29 stig, níu þriggja stiga körfur. Þetta er alvöru skotmaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um Osku Simana Heinonen sem hóf óvænt leik Hauka og Hamars á varamannabekknum. Það og viðtal Maté Dalmay, þjálfara Hauka, var til umræðu í síðasta þætti. Það vakti eðlilega athygli þegar jafn góð skytta og Heinonen er byrjar á bekknum. Þegar Dalmay var spurður út ástæðuna að leik loknum sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum. Þannig að ég ákvað bara að segja „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum.“ Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum.“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, sagði að hann hefði heyrt að nærri allt væri ofan í hjá Heinonen á æfingum í Ólafssal. „Þarna sjáum við svona skotsýningu,“ bætti hann við á meðan myndefni úr sigri Hauka á Hamri rúllaði í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „Frábært að eiga svona mann. Við vissum þetta og Maté vissi þetta manna best sjálfur. Hann er búinn að vera tala um það vantaði meira flæði í leikinn til að opna meira pláss fyrir þessa frábæru skyttu sem hann er með. Þarna bara gerðist það, var allt annar bragur á Haukunum. Æðislega fallegur körfubolti sem þeir voru að spila og gaman að horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Þetta er finnsk uppskrift. Finnarnir eru rosalega góðir í að búa til svona leikmenn. Hlaupandi af screen-um. Eru í hornunum, ekki mikið að skapa sjálfir á dribblinu, eru góðir „3 and D“ leikmenn,“ sagði hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, Ómar Örn Sævarsson. „Fyrst Maté var að tala um þetta, að byrja með sinn mann á bekknum. Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni. Þeir skora 38 stig af bekknum en Hamar er með 55 stig. Þetta er ekki nægilega gott. Settu báða Finnana á bekkinn,“ sagði Ómar Örn að endingu og glotti við tönn. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um bekkjarsetu Heinonen: Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni Körfubolti Subway-deild karla Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Það vakti eðlilega athygli þegar jafn góð skytta og Heinonen er byrjar á bekknum. Þegar Dalmay var spurður út ástæðuna að leik loknum sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum. Þannig að ég ákvað bara að segja „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum.“ Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum.“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, sagði að hann hefði heyrt að nærri allt væri ofan í hjá Heinonen á æfingum í Ólafssal. „Þarna sjáum við svona skotsýningu,“ bætti hann við á meðan myndefni úr sigri Hauka á Hamri rúllaði í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „Frábært að eiga svona mann. Við vissum þetta og Maté vissi þetta manna best sjálfur. Hann er búinn að vera tala um það vantaði meira flæði í leikinn til að opna meira pláss fyrir þessa frábæru skyttu sem hann er með. Þarna bara gerðist það, var allt annar bragur á Haukunum. Æðislega fallegur körfubolti sem þeir voru að spila og gaman að horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Þetta er finnsk uppskrift. Finnarnir eru rosalega góðir í að búa til svona leikmenn. Hlaupandi af screen-um. Eru í hornunum, ekki mikið að skapa sjálfir á dribblinu, eru góðir „3 and D“ leikmenn,“ sagði hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, Ómar Örn Sævarsson. „Fyrst Maté var að tala um þetta, að byrja með sinn mann á bekknum. Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni. Þeir skora 38 stig af bekknum en Hamar er með 55 stig. Þetta er ekki nægilega gott. Settu báða Finnana á bekkinn,“ sagði Ómar Örn að endingu og glotti við tönn. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um bekkjarsetu Heinonen: Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira