Viðskipti innlent

Tinna er ný markaðs­stýra Orku náttúrunnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tinnu Jóhannsdóttur er ný markaðsstýra Orku náttúrunnar.
Tinnu Jóhannsdóttur er ný markaðsstýra Orku náttúrunnar.

Orka náttúrunnar hefur ráðið Tinnu Jóhannsdóttur í starf markaðsstýru fyrirtækisins og hefur hún nú þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að Tinna muni einnig taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Tinna hafi gegnt starfi framkvæmdastjóra Skógarbaðanna í Eyjafirði þar til fyrr á þessu ári og búi yfir mikilli reynslu á sviði markaðsmála.

Tinna er viðskiptafræðingur að mennt, hefur lokið MBA námi og er með diplóma í mannauðsstjórnun. Hún var forstöðumaður markaðsmála hjá Reginn hf. og Smáralind á árunum 2017-2022 en áður hafði hún gegnt hlutverki markaðsstjóra hjá Brimborg og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

„Orka náttúrunnar er afar spennandi félag og ég tel mig vita að þar sé gott að starfa. Viðfangsefnin eru líka sérlega áhugaverð enda orkuskiptin krefjandi áskorun en ekki síður mikilvæg. Ég hef stýrt fjölda vörumerkja á mínum ferli og er ekki í vafa um að mín reynsla muni nýtast ON í spennandi samkeppnisumhverfi raforkumarkaðar og á þeirri vegferð að styrkja þekkingu, vitund og ásýnd á vörumerkinu,“ segir Tinna Jóhannsdóttir nýráðin markaðsstýra ON.

„Við erum afar ánægð með að fá Tinnu til okkar enda hefur hún víðtæka reynslu sem mun nýtast okkur. Við erum á fleygiferð í orkuskiptunum og orkumálin verða sífellt mikilvægari með hverjum deginum. Okkur hlakkar til að vinna með Tinnu og bjóðum hana hjartanlega velkomna,“ segir Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri ON.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×